Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Andri Marinó „Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt. Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt.
Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01