Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Andri Marinó „Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt. Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt.
Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent