Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 09:47 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Mynd/Háskóli Íslands Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira