Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í írönskum flóttamanni sem á yfir sér dauðadóm í heimalandinu eftir að hafa tekið upp kristna trú og verður sendur nauðugur úr landi á morgun.

Þá segir forsætisráðherra að ef ekki verði mynduð meirihlutastjórn á Alþingi fyrir áramót verði að mynda minnihlutastjórn sem sitji eftir atvikum í lengri eða skemmri tíma.

Sjálfstæðismenn í borginni eru ekki hrifnir af hugmyndum að útliti nýrra skrifstofubygginga fyrir Alþingi og telja þær í engu samræmi við umhverfið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×