Þrengja hringinn í rannsókn á trúðafaraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 16:28 Áætlað að lögreglan ræði við nokkra sem grunaðir eru um þessa trúðahrekki. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt hringinn allverulega í rannsókn sinni á trúðafaraldrinum svokallaða. Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu sér það að leik um liðna helgi að setja á sig ógnvekjandi trúðagrímur og fóru um Grafarvoginn hrellandi börn og fullorðna. Tilkynningar um slíka hegðun bárust lögreglu en síðastliðið mánudagskvöld barst svo tilkynning úr Mosfellsbæ þar sem manneskja í trúðagervi reyndi að hrella íbúa Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ, en þar búa einstaklingar með þroskahömlun. Grunur lögreglu beindist fljótlega að piltum á grunnskólaaldri, sem eru í efstu bekkjum, en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið segir þá hafa fengið ábendingar um nokkra einstaklinga sem voru taldir líklegir að hafa stundað þetta og var áætlað að ræða við þá ásamt foreldrum þeirra.Í Grafarvogi bönkuðu trúðarnir á glugga og biðu eftir því að húsráðendur myndu athuga málið. Þegar húsráðendur nálguðust gluggann blasti við þeim ófrýnilegt trúðsandlit sem stóð fyrir utan í kolniðamyrkri og varð mörgum bilt við. Þá voru einnig sagðar fregnir af því að þessir trúðar hefðu hrætt börn sem voru að leik í hverfinu.Í Mosfellsbæ var svipað upp á teningnum, þar bankaði trúður á glugga íbúðar eins íbúa á sambýlinu. Það var hins vegar starfsmaður sem dró frá gardínurnar og sá trúðinn og brá í brún. Forstöðumaður á sambýlinu þakkaði fyrir að enginn af íbúunum sá trúðinn því það hefði lagst afar þungt á þá andlega. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis á mánudag en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um þennan alþjóðlega trúðafaraldur: Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt hringinn allverulega í rannsókn sinni á trúðafaraldrinum svokallaða. Einhverjir óprúttnir aðilar gerðu sér það að leik um liðna helgi að setja á sig ógnvekjandi trúðagrímur og fóru um Grafarvoginn hrellandi börn og fullorðna. Tilkynningar um slíka hegðun bárust lögreglu en síðastliðið mánudagskvöld barst svo tilkynning úr Mosfellsbæ þar sem manneskja í trúðagervi reyndi að hrella íbúa Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ, en þar búa einstaklingar með þroskahömlun. Grunur lögreglu beindist fljótlega að piltum á grunnskólaaldri, sem eru í efstu bekkjum, en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið segir þá hafa fengið ábendingar um nokkra einstaklinga sem voru taldir líklegir að hafa stundað þetta og var áætlað að ræða við þá ásamt foreldrum þeirra.Í Grafarvogi bönkuðu trúðarnir á glugga og biðu eftir því að húsráðendur myndu athuga málið. Þegar húsráðendur nálguðust gluggann blasti við þeim ófrýnilegt trúðsandlit sem stóð fyrir utan í kolniðamyrkri og varð mörgum bilt við. Þá voru einnig sagðar fregnir af því að þessir trúðar hefðu hrætt börn sem voru að leik í hverfinu.Í Mosfellsbæ var svipað upp á teningnum, þar bankaði trúður á glugga íbúðar eins íbúa á sambýlinu. Það var hins vegar starfsmaður sem dró frá gardínurnar og sá trúðinn og brá í brún. Forstöðumaður á sambýlinu þakkaði fyrir að enginn af íbúunum sá trúðinn því það hefði lagst afar þungt á þá andlega. Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis á mánudag en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér. Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um þennan alþjóðlega trúðafaraldur:
Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05
Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Hefði geta valdið miklum andlegum skaða fyrir íbúa Skálatúns segir forstöðumaður. 29. nóvember 2016 11:54
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30