Landspítali leitar til ráðherra um skerðingu á þjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 19:00 Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira