Var það svo bara ekkert gott fyrir Arsenal að vinna loksins riðilinn í Meistaradeildinni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:45 Liðsmenn Arsenal fagna í gær. Vísir/Getty Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00
Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30
33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36