Tottenham lenti undir á Wembley en náði Evrópudeildarsætinu | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 21:45 Tottenham Hotspur tryggði sér þriðja sætið í E-riðli Meistaradeildarinnar og þar með sæti í Evrópudeildinni eftir 3-1 sigur á CSKA Moskvu á Wembley í kvöld. CSKA Moskva komst í 1-0 á 33. mínútu og þau úrslit hefðu tryggt liðinu sæti í Evrópudeildinni. Tottenham hafði tapað tveimur fyrstu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið spilar Evrópuleikina á Wembley en ekki White Hart Lane. Tottenham voru ekki á því að segja skilið við Evrópu í vetur og snéru leiknum við með tveimur mörkum fyrir hálfleik. Dele Alli jafnaði metin á 38. mínútu eftir að hafa tekið snilldarlega við fyrirgjöf Christian Eriksen. Markið átti þó ekki að standa vegna rangstöðu en Tottenham menn höfðu heppnina með sér. Christian Eriksen átti einnig þátt í öðru markinu sem Harry Kane skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Danny Rose. Dele Alli var síðan maðurinn á bak við þriðja markið sem kom á 77. mínútu. Markið skráist sem sjálfsmark á Igor Akinfeev, markvörð CSKA, sem sparkaði boltanum í eigið mark eftir að hafa varið áður skot frá Dele Alli. Tottenham náði því loksins að vinna leik á Wembley og verður því í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sjá meira
Tottenham Hotspur tryggði sér þriðja sætið í E-riðli Meistaradeildarinnar og þar með sæti í Evrópudeildinni eftir 3-1 sigur á CSKA Moskvu á Wembley í kvöld. CSKA Moskva komst í 1-0 á 33. mínútu og þau úrslit hefðu tryggt liðinu sæti í Evrópudeildinni. Tottenham hafði tapað tveimur fyrstu heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið spilar Evrópuleikina á Wembley en ekki White Hart Lane. Tottenham voru ekki á því að segja skilið við Evrópu í vetur og snéru leiknum við með tveimur mörkum fyrir hálfleik. Dele Alli jafnaði metin á 38. mínútu eftir að hafa tekið snilldarlega við fyrirgjöf Christian Eriksen. Markið átti þó ekki að standa vegna rangstöðu en Tottenham menn höfðu heppnina með sér. Christian Eriksen átti einnig þátt í öðru markinu sem Harry Kane skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Danny Rose. Dele Alli var síðan maðurinn á bak við þriðja markið sem kom á 77. mínútu. Markið skráist sem sjálfsmark á Igor Akinfeev, markvörð CSKA, sem sparkaði boltanum í eigið mark eftir að hafa varið áður skot frá Dele Alli. Tottenham náði því loksins að vinna leik á Wembley og verður því í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sjá meira