Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. desember 2016 20:00 Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. Skúli hefur rætt við Hæstaréttardómara eftir fréttir síðustu daga en hann segir vilja vera til þess að gera eignarhluti dómara aðgengilegri. Síðustu daga hefur verið fjallað um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands en fjórir dómarar áttu hlut í Glitni á árunum fyrir hrun. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar er einn þeirra, en í upphafi umfjöllunar um hlutabréfaviðskipti hans var nokkuð á reiki hvort hann hefði leitað leyfis nefndar um dómararstörf. Tilkynning um sölu Markúsar árið 2007 fannst ekki hjá nefndinni en nú hefur fengist staðfest að hann tilkynnti nefndinni um sölu hlutabréfa sinna. Upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara opinberar Dönsk og norsk lög ganga lengra en íslensk lög hvað varðar upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara í félagi. „Það er gengið lengst í Noregi þar sem upplýsingar um aukastörf dómara og eignarhlut yfir ákveðnu viðmiði eru birtar opinberlega,“ segir Skúli og bætir við að í dönskum lögum sé gengið skemur. Ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin hafa að geyma hertari reglur um aukastörf dómara og hlut þeirra í félagi. Samkvæmt þeim er hlutverk nefndar um dómarastörf að halda og birta opinberlega skrá um aukastörf dómara og þau störf sem dómari gengdi áður en hann tók við embætti. „Við erum að taka upp norska módelið að verulegu leiti. Þó þannig, að það var ákveðið að stíga skref ekki til fulls þannig að það eru einungis aukastörf sem verða birt opinberlega. Ég hef rætt við dómara á síðustu dögum vegan þeirra frétta sem hafa komið og ég held að í hópi dómara sé engin andstaða við það að eignarhlutur þeirra í fyrirtækjum sé birt opinberlega. Ég held að dómarar myndu einfaldlega fagna því,“ segir Skúli. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili. Markús var til að mynda dómari í svokölluðu BK-44 máli þar sem Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi en báðir voru þeir starfsmenn deildar sem hélt utan um tugmilljón króna eigna Markúsar hjá Glitni. Verjendur í málinu hafa ekki viljað tjá sig um það hvort til greina komi að fara fram á endurupptöku eða leita úrlaunsar Mannréttindadómstóls Evrópu. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35 Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. Skúli hefur rætt við Hæstaréttardómara eftir fréttir síðustu daga en hann segir vilja vera til þess að gera eignarhluti dómara aðgengilegri. Síðustu daga hefur verið fjallað um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands en fjórir dómarar áttu hlut í Glitni á árunum fyrir hrun. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar er einn þeirra, en í upphafi umfjöllunar um hlutabréfaviðskipti hans var nokkuð á reiki hvort hann hefði leitað leyfis nefndar um dómararstörf. Tilkynning um sölu Markúsar árið 2007 fannst ekki hjá nefndinni en nú hefur fengist staðfest að hann tilkynnti nefndinni um sölu hlutabréfa sinna. Upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara opinberar Dönsk og norsk lög ganga lengra en íslensk lög hvað varðar upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara í félagi. „Það er gengið lengst í Noregi þar sem upplýsingar um aukastörf dómara og eignarhlut yfir ákveðnu viðmiði eru birtar opinberlega,“ segir Skúli og bætir við að í dönskum lögum sé gengið skemur. Ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin hafa að geyma hertari reglur um aukastörf dómara og hlut þeirra í félagi. Samkvæmt þeim er hlutverk nefndar um dómarastörf að halda og birta opinberlega skrá um aukastörf dómara og þau störf sem dómari gengdi áður en hann tók við embætti. „Við erum að taka upp norska módelið að verulegu leiti. Þó þannig, að það var ákveðið að stíga skref ekki til fulls þannig að það eru einungis aukastörf sem verða birt opinberlega. Ég hef rætt við dómara á síðustu dögum vegan þeirra frétta sem hafa komið og ég held að í hópi dómara sé engin andstaða við það að eignarhlutur þeirra í fyrirtækjum sé birt opinberlega. Ég held að dómarar myndu einfaldlega fagna því,“ segir Skúli. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili. Markús var til að mynda dómari í svokölluðu BK-44 máli þar sem Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi en báðir voru þeir starfsmenn deildar sem hélt utan um tugmilljón króna eigna Markúsar hjá Glitni. Verjendur í málinu hafa ekki viljað tjá sig um það hvort til greina komi að fara fram á endurupptöku eða leita úrlaunsar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35 Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35
Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00
Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?