Kane hetja Tottenham gegn West Ham | Sjáðu mörk gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. nóvember 2016 11:45 Kane fagnar sigurmarki sínu í gær. Vísir/getty Harry Kane var hetja Tottenham í ótrúlegum 3-2 sigri á nágrönnunum í West Ham í lokaleik gærdagsins í enska boltanum en Kane skoraði tvö mörk undir blálok leiksins sem tryggðu Tottenham stigin þrjú. West Ham komst í tvígang yfir og virtist ætla að vera fyrsta liðið til að sigra Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ár en mörk Kane á 89. og 93. mínútu færðu Tottenham sigurinn. Erkifjendur Tottenham í Arsenal sóttu eitt stig til Manchester-borgar í stórleik helgarinnar en leik Manchester United og Arsenal lauk með 1-1 jafntefli á Old Trafford. Juan Mata kom Manchester United yfir eftir undirbúning Ander Herrera en varamaðurinn Olivier Giroud bjargaði stigi fyrir Arsenal með marki á 89. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson virtist hafa tryggt Swansea langþráðan sigur á Goodison Park með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark Seamus Coleman undir lok leiksins gerði það að verkum að liðin skiptust á stigum. Þrátt fyrir aragrúa af færum tókst Liverpool-mönnum ekki að skora í markalausu jafntefli gegn Southampton á útivelli en Liverpool hélt þá hreinu í annað sinn í vetur. Yaya Toure stimplaði sig inn í lið Manchester City á ný en hann skoraði bæði mörk gestanna í 2-1 sigri á Crystal Palace á útivelli í gær. Var þetta fyrsti leikur Toure í byrjunarliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hann þakkaði svo sannarlega fyrir traustið. Vandræði ensku meistaranna í Leicester halda áfram en lærisveinar Claudio Ranieri náðu ekki að vinna upp tveggja marka forskot Watford á útivelli eftir að hafa lent undir snemma leiks. Þá vann Sunderland annan sigur sinn í röð 3-0 á heimavelli gegn Hull en á sama tíma tókst Bournemouth að krækja í þrjú stig gegn Stoke á útivelli. Sjáðu öll mörk gærdagsins og allt það helsta úr leikjunum hér fyrir neðan.Manchester United 1-1 Arsenal Crystal Palace 1-2 Manchester City Everton 1-1 Swansea Southampton 0-0 Liverpool Stoke 0-1 Bournemouth Sunderland 3-0 Hull Watford 2-1 Leicester Tottenham 3-2 West Ham Laugardagsupgjör: Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Harry Kane var hetja Tottenham í ótrúlegum 3-2 sigri á nágrönnunum í West Ham í lokaleik gærdagsins í enska boltanum en Kane skoraði tvö mörk undir blálok leiksins sem tryggðu Tottenham stigin þrjú. West Ham komst í tvígang yfir og virtist ætla að vera fyrsta liðið til að sigra Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ár en mörk Kane á 89. og 93. mínútu færðu Tottenham sigurinn. Erkifjendur Tottenham í Arsenal sóttu eitt stig til Manchester-borgar í stórleik helgarinnar en leik Manchester United og Arsenal lauk með 1-1 jafntefli á Old Trafford. Juan Mata kom Manchester United yfir eftir undirbúning Ander Herrera en varamaðurinn Olivier Giroud bjargaði stigi fyrir Arsenal með marki á 89. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson virtist hafa tryggt Swansea langþráðan sigur á Goodison Park með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark Seamus Coleman undir lok leiksins gerði það að verkum að liðin skiptust á stigum. Þrátt fyrir aragrúa af færum tókst Liverpool-mönnum ekki að skora í markalausu jafntefli gegn Southampton á útivelli en Liverpool hélt þá hreinu í annað sinn í vetur. Yaya Toure stimplaði sig inn í lið Manchester City á ný en hann skoraði bæði mörk gestanna í 2-1 sigri á Crystal Palace á útivelli í gær. Var þetta fyrsti leikur Toure í byrjunarliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hann þakkaði svo sannarlega fyrir traustið. Vandræði ensku meistaranna í Leicester halda áfram en lærisveinar Claudio Ranieri náðu ekki að vinna upp tveggja marka forskot Watford á útivelli eftir að hafa lent undir snemma leiks. Þá vann Sunderland annan sigur sinn í röð 3-0 á heimavelli gegn Hull en á sama tíma tókst Bournemouth að krækja í þrjú stig gegn Stoke á útivelli. Sjáðu öll mörk gærdagsins og allt það helsta úr leikjunum hér fyrir neðan.Manchester United 1-1 Arsenal Crystal Palace 1-2 Manchester City Everton 1-1 Swansea Southampton 0-0 Liverpool Stoke 0-1 Bournemouth Sunderland 3-0 Hull Watford 2-1 Leicester Tottenham 3-2 West Ham Laugardagsupgjör:
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira