Fótbolti

Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arena er tekinn við bandaríska landsliðinu á nýjan leik.
Arena er tekinn við bandaríska landsliðinu á nýjan leik. vísir/getty
Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær.

Arena þjálfaði bandaríska landsliðið á árunum 1998-2006 og kom því í 8-liða úrslit á HM 2002. Hinn 65 ára gamli Arena stýrði bandaríska liðinu í 130 leikjum. Bandaríkin unnu 71 þeirra, gerðu 30 jafntefli og töpuðu 29 leikjum.

Arena stýrði Los Angeles Galaxy með góðum árangri á árunum 2008-16. LA Galaxy varð þrívegis bandarískur meistari undir hans stjórn.

Óvíst er hvaða áhrif ráðningin á Arena hefur á stöðu Arons Jóhannssonar hjá bandaríska landsliðinu.

Aron er einn fjölmargra leikmanna af erlendu bergi brotnu sem léku fyrir hönd Bandaríkjanna undir stjórn Klinsmanns. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa þróun og þeirra á meðal er Arena.

„Landsliðsmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Arena í viðtali við tímarit ESPN fyrir þremur árum.

Aron er reyndar fæddur í Bandaríkjunum, í Mobile í Alabama, og það er spurning hvort hann sé nógu „bandarískur“ fyrir Arena.


Tengdar fréttir

Klinsmann rekinn

Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×