Fótbolti

Klinsmann rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandaríska landsliðið vann 55 af 98 leikjum sínum undir stjórn Klinsmanns.
Bandaríska landsliðið vann 55 af 98 leikjum sínum undir stjórn Klinsmanns. vísir/getty
Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta.

Klinsmann tók við bandaríska landsliðinu árið 2011 og stýrði liðinu í 98 leikjum.

Klinsmann kom Bandaríkjunum upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslit á HM 2014 og undir hans stjórn endaði bandaríska liðið í 4. sæti í Suður-Ameríkukeppninni á heimavelli í sumar.

Síðan þá hefur hallað undan fæti og eftir sögulegt tap á heimavelli fyrir Mexíkó og 4-0 skell fyrir Kosta Ríku var ljóst að staða Klinsmanns væri erfið.

Bruce Arena, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem eftirmaður Klinsmanns.

Klinsmann var talsvert gagnrýndur, m.a. af Arena, fyrir að nota marga leikmenn af erlendu bergi brotnu í bandaríska landsliðinu. Þeirra á meðal er Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen, en hann valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska 2013. Aron hefur leikið 19 landsleiki og skorað fjögur mörk en spennandi verður að sjá hvort Arena muni velja hann ef hann verður ráðinn næsti landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Klinsmann stýrði áður þýska landsliðinu á árunum 2004-06 og Bayern München tímabilið 2008-09.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×