Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:58 Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira