Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 18:47 „Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41