Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 20:45 Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira