Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 20:45 Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira