Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 20:45 Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira