Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 10:30 Síminn hringdi þegar Brassar fögnuðu marki Neymar. Það var á tali. vísir/getty Brasilíumenn eru heldur betur í gírnum í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2018 en liðið vann erkifjendur sína frá Argentínu, 3-0, í nótt. Leikurinn fór fram í Belo Horizonte þar sem Brassarnir töpuðu, 7-1, fyrir Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014 en sú martröð var lögð til hliðar í nótt með frábærum sigri. Phillipe Coutinho, leikmaður Liverpool, skoraði fyrsta markið með fallegu skoti og Neymar tvöfaldaði forskotið í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegnum vörnin eftir glæsilega sendingu Gabriel Jesus sem gengur í raðir Manchester City eftir áramót. Paulinho skoraði þriðja mark Brasilíu í seinni hálfleik en liðið er nú búið að vinna fimm í röð og alls sjö af síðustu tíu án þess að tapa. Brassar töpuðu fyrir Síle, 1-0, í fyrstu umferð undankeppninnar en hafa síðan safnað 24 stigum af 30 mögulegum. Brasilía er með efsta sæti riðilsins með 24 stig, stigi á undan Úrúgvæ sem er með 23 stig. Kólumbía er með 18 stig og Ekvador og Síle með 17. Argentínumenn eru í basli með 16 stig í sjötta sæti. Efstu fjögur liðin fara beint á HM 2018 í Rússlandi en liðið sem hafnar í fimmta sæti fer í umspil um sæti á næsta HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Brasilíumenn eru heldur betur í gírnum í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2018 en liðið vann erkifjendur sína frá Argentínu, 3-0, í nótt. Leikurinn fór fram í Belo Horizonte þar sem Brassarnir töpuðu, 7-1, fyrir Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014 en sú martröð var lögð til hliðar í nótt með frábærum sigri. Phillipe Coutinho, leikmaður Liverpool, skoraði fyrsta markið með fallegu skoti og Neymar tvöfaldaði forskotið í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegnum vörnin eftir glæsilega sendingu Gabriel Jesus sem gengur í raðir Manchester City eftir áramót. Paulinho skoraði þriðja mark Brasilíu í seinni hálfleik en liðið er nú búið að vinna fimm í röð og alls sjö af síðustu tíu án þess að tapa. Brassar töpuðu fyrir Síle, 1-0, í fyrstu umferð undankeppninnar en hafa síðan safnað 24 stigum af 30 mögulegum. Brasilía er með efsta sæti riðilsins með 24 stig, stigi á undan Úrúgvæ sem er með 23 stig. Kólumbía er með 18 stig og Ekvador og Síle með 17. Argentínumenn eru í basli með 16 stig í sjötta sæti. Efstu fjögur liðin fara beint á HM 2018 í Rússlandi en liðið sem hafnar í fimmta sæti fer í umspil um sæti á næsta HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira