Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 18:39 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“ Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“
Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07
Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50