Jóhann Berg: Áttum ekki skilið að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 19:11 Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap fyrir Króatíu í undankeppni HM 2018 í Zagreb í kvöld. Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata í leiknum. Íslendingar fengu þó sín færi í leiknum, þeirra á meðal Jóhann Berg sem átti gott skot snemma leiks sem sveif rétt yfir króatíska markið. „Ég er pirraður núna. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora. Líka í seinni hálfleik. Við fengum góð færi til að jafna þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ef eitthvað var vorum við betri en þeir. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en þeir fengu eitt skot fyrir utan teig þá og þeir kláruðu það. Það var einbeitingarleysi hjá okkur.“ Hann segir að Íslendingar hefðu getað sótt meira út á kantana enda meira pláss þar en á miðjunni þar sem Króatar eru með sína bestu leikmenn. „Þetta var í raun leikur sem var eftir þeirra höfði. Þeir voru með forystuna og við vorum ekki nógu klókir að svara þeim.“ Hann segir að vallaraðstæður hafi engu breytt í kvöld. „Þetta var jafnt fyrir bæði lið. Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni hálfleik og því fór sem fór. Það þýðir ekkert að læra yfir því. Við fengum fína möguleika en þetta datt bara ekki okkar megin. En svona er fótboltinn.“ „Þetta er þó enginn heimsendir. Við töpuðum fyrir sterku liði á útivelli. Við vinnum þá bara heima og þá verðum við í fínum málum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. 12. nóvember 2016 19:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap fyrir Króatíu í undankeppni HM 2018 í Zagreb í kvöld. Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata í leiknum. Íslendingar fengu þó sín færi í leiknum, þeirra á meðal Jóhann Berg sem átti gott skot snemma leiks sem sveif rétt yfir króatíska markið. „Ég er pirraður núna. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora. Líka í seinni hálfleik. Við fengum góð færi til að jafna þennan leik,“ sagði Jóhann Berg við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ef eitthvað var vorum við betri en þeir. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en þeir fengu eitt skot fyrir utan teig þá og þeir kláruðu það. Það var einbeitingarleysi hjá okkur.“ Hann segir að Íslendingar hefðu getað sótt meira út á kantana enda meira pláss þar en á miðjunni þar sem Króatar eru með sína bestu leikmenn. „Þetta var í raun leikur sem var eftir þeirra höfði. Þeir voru með forystuna og við vorum ekki nógu klókir að svara þeim.“ Hann segir að vallaraðstæður hafi engu breytt í kvöld. „Þetta var jafnt fyrir bæði lið. Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni hálfleik og því fór sem fór. Það þýðir ekkert að læra yfir því. Við fengum fína möguleika en þetta datt bara ekki okkar megin. En svona er fótboltinn.“ „Þetta er þó enginn heimsendir. Við töpuðum fyrir sterku liði á útivelli. Við vinnum þá bara heima og þá verðum við í fínum málum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. 12. nóvember 2016 19:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45
Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. 12. nóvember 2016 19:01