Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. nóvember 2016 19:01 „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45