Clinton kennir yfirmanni FBI um ósigurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 21:44 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að úrslit forsetakosninganna voru ljós. Vísir/Getty Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03