Gary Neville stillir upp besta byrjunarliði United: Enginn Zlatan né Rooney Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 10:45 Wayne Rooney kemst ekki í liðið hjá sínum gamla liðsfélaga. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og núverandi sparkspekingur Sky Sports, myndi hvorki velja Zlatan Ibrahimovic né Wayne Rooney, fyrirliða United, í byrjunarliðið ef hann væri stjóri liðsins. Neville opinberaði sitt byrjunarlið þegar hann sat fyrir svörum í viðtali í Oxford-háskólanum fyrir fullum sal í gær. Þessi viðtöl eða málþing eru víðfræg en þarna hafa mætt sumar af skærustu stjörnum heims og látið spyrja sig spjörunum úr. Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi var spurður hvernig hann myndi stilla upp byrjunarliði Manchester United en enginn virðist sáttur við eina einustu uppstillingu sem José Mourinho býður upp á. Valið hjá Neville kemur kannski aðeins á óvart en hann er ekki með Zlatan Ibrahimovic í liðinu, ekki fyrirliðann Wayne Rooney né spænska miðjumanninn Juan Mata sem margir eru sammála um að sé gríðarlega mikilvægur liðinu. „Auðvelda valið er David De Gea í markið. Svo væri Antonio Valencia í hægri bakverði, Smalling, Eric Bailly og svo líklega Daley Blind í vinstri bakverðinum á þessum tímapunkti,“ segir Neville. „Ég væri síðan með Paul Pogba vinstra megin inn á miðjunni og Carrick og Ander Herrera með honum. Fyrir framan væri svo Henrik Mkhitaryan hægra megin, Martian vinstra megin og Marcus Rashford frammi.“ „Æi, nei, ég sé fyrirsagnirnar fyrir mér nú þegar. Enginn Rooney eða Zlatan! Ég væri allavega með frábæran bekk,“ segir Gary Neville.Byrjunarlið Gary Neville: David De Gea; Antonio Valencia, Chris Smalling, Eric Bailly, Daley Blind; Michael Carrick, Ander Herrera, Paul Pogba; Henrikh Mkhitaryan, Anthony Martial, Marcus Rashford. Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og núverandi sparkspekingur Sky Sports, myndi hvorki velja Zlatan Ibrahimovic né Wayne Rooney, fyrirliða United, í byrjunarliðið ef hann væri stjóri liðsins. Neville opinberaði sitt byrjunarlið þegar hann sat fyrir svörum í viðtali í Oxford-háskólanum fyrir fullum sal í gær. Þessi viðtöl eða málþing eru víðfræg en þarna hafa mætt sumar af skærustu stjörnum heims og látið spyrja sig spjörunum úr. Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi var spurður hvernig hann myndi stilla upp byrjunarliði Manchester United en enginn virðist sáttur við eina einustu uppstillingu sem José Mourinho býður upp á. Valið hjá Neville kemur kannski aðeins á óvart en hann er ekki með Zlatan Ibrahimovic í liðinu, ekki fyrirliðann Wayne Rooney né spænska miðjumanninn Juan Mata sem margir eru sammála um að sé gríðarlega mikilvægur liðinu. „Auðvelda valið er David De Gea í markið. Svo væri Antonio Valencia í hægri bakverði, Smalling, Eric Bailly og svo líklega Daley Blind í vinstri bakverðinum á þessum tímapunkti,“ segir Neville. „Ég væri síðan með Paul Pogba vinstra megin inn á miðjunni og Carrick og Ander Herrera með honum. Fyrir framan væri svo Henrik Mkhitaryan hægra megin, Martian vinstra megin og Marcus Rashford frammi.“ „Æi, nei, ég sé fyrirsagnirnar fyrir mér nú þegar. Enginn Rooney eða Zlatan! Ég væri allavega með frábæran bekk,“ segir Gary Neville.Byrjunarlið Gary Neville: David De Gea; Antonio Valencia, Chris Smalling, Eric Bailly, Daley Blind; Michael Carrick, Ander Herrera, Paul Pogba; Henrikh Mkhitaryan, Anthony Martial, Marcus Rashford.
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira