Skotásársin í Fellahverfi: Yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 09:52 Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði að bræðrunum umrætt ágústkvöld í Fellahverfinu. Vísir/Eyþór Árnason Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tæplega þrítuga bræður fyrir brot á hegningar- og vopnalögum við Leifasjoppu í Iðafelli í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn. Yngri bróðirinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá eldri fyrir hættu- og vopnalagabrot en bræðurnir skutu úr afsagaðri byssu umrætt föstudagskvöld. Bræðurnir hafa báðir setið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir þessa helgi eftir leit lögreglu. Fjöldi vitna varð að atburðarásinni en eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu pars í hættu og sömuleiðis fjölda annarra óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska með því að hleypa af skoti úr haglabyssunni á almannafæri. Er hann sakaður um að hafa beint byssunni skáhalt upp á við og í áttina að fyrrnefndum aðilum eftir að hafa lent í átökum við ökumann bifreiðarinnar.Brotin varða allt að fimm ára fangelsi Þá er yngri bróðirinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa, skömmu eftir fyrrnefnt atvik, á bílastæði skammt frá beint haglabyssunni að bíl sem fyrrnefnt par sat í. Skaut hann af um tíu metra færi og hæfði hurð og hliðarrúðu bílasins. Skemmdir urðu á hurðinni, hliðarrúða brotnaði auk þess sem konan fékk glerbrot yfir sig og hlaut minniháttar skurði. Á þennan hátt hafi yngri bróðirinn stofnað lífi og heilsu parsins í stórfelldan háska á ófyrirleitinn hátt eins og segir í ákærunni. Krafist er að bræðurnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem haglabyssan verði gerð upptæk. Brot mannanna varða allt að fjögurra og fimm ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.
Tengdar fréttir Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04 Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Bræðurnir sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. 13. september 2016 12:04
Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2016 16:39