Skotárásin í Breiðholti: Fundu byssuna í ruslageymslu á heimili móður bræðranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 16:39 Frá vettvangi í Iðufelli, Vísir/Eyþór Árnason Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurðina í dag en samkvæmt þeim skulu bræðurnir báðir sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 9. september næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að bræðurnir hafi stofnað lífi og heilsu fólks í augljósa hættu með háttsemi sinni auk þess sem skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Byssan fannst í ruslageymslu á heimili móður bræðranna. Í greinargerð lögreglu er skotárásinni lýst af konu sem var í bílnum sem skotið var á. Er haft eftir henni að kærasti hennar hafi farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Þegar kærastinn hafi svo komið aftur að bílnum hafi konan séð annan bræðranna halda á haglabyssu sem hann beindi að kærastanum þegar hann gekk að bílnum. Hann hafi síðan skotið úr byssunni en ekki hitt kærastann hennar.Skaut einu skoti í framhurðina „Hún og unnustinn hafi síðan ekið bak við [...] þar sem kærðu og fleiri hafi komið. Hafi annar kærðu þá tekið upp byssu og beint henni að bílnum og skotið einu skoti í framhurðina, hægra megin, þar sem vitnið hafi setið, en við það hafi hliðarrúðan brotnað og vitnið fengið glerbrotin yfir sig. Segðist vitnið hafa séð þann sem skaut miða á bílinn áður en hann hafi skotið. Þau hafi ekið heim til sín eftir þetta,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hafi lýst því að það hafi ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Í greinargerð lögreglu kemur fram að fjöldi vitna lýsi því að hafa séð þegar bræðurnir hafi skotið úr byssunni. Lýsing vitna samræmist útliti og klæðaburði þeirra þetta kvöld en á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi þar sem sést þegar bræðurnir koma í verslunina fyrir skotárásina.Játaði að hafa skotið úr byssunni Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og játaði hann við skýrslutöku þann sama dag að hafa verið á vettvangi þann sama dag og skotið úr byssunni en „kvæðist hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og meðkærði hafi verið í átökum við. Í skýrslutöku þann 11. ágúst sl. hafi X aftur á móti sagt að hann og Y [innsk. blm. hinn bróðirinn] hafi farið að [...] til að hitta þar fyrir menn sem hefðu fyrr um kvöldið mætt fyrir utan heimili móður þeirra (sjá bókun í máli 007-2016-[...]). Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og kærði hafi komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann hafi notað.“ Hinn bróðirinn var svo handtekinn þann 8. ágúst en samkvæmt úrskurði héraðsdóms áréttar aðstoðarsaksóknari að af gögnum málsins megi ráða að komið hafi til átaka á milli bræðranna og hóps annars fólks: „Fram komi hjá báðum kærðu að aðilar hafi talað sig saman um að hittast við [...] og þá hafi X sagt að kærðu hefðu sammælst um að fara þangað vopnaðir kylfum og að hann hafi einnig komið fyrir afsagaðri haglabyssu skammt frá. Til átaka hafi komið milli kærðu og áður nefndra aðila fyrir utan [...] og í framhaldi hafi báðir kærðu skotið af byssunni. Þá hafi umrædd byssa fundist í ruslageymslu á heimili móður kærðu og vitni kvæðist hafa séð mann sem samsvari lýsingu um að X hafi hent byssunni þangað eftir skothvellina. Það sé mat lögreglu að með háttsemi sinni hafi kærðu í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir hafi átt í útistöðum við og annarra, en fjöldi fólks hafi verið á ferli, m.a. börn og ungmenni, og þá hafi verið skotið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Jafnframt hafi kærðu notað vopn til verksins sem búið hafi verið að eiga við með þeim hætti að eiginleikar vopnsins hafi verið hættulegri en ella. Kærðu hafi mátt vera ljós sú augljósa hætta sem gæti skapast af háttsemi þeirra.“ Bræðurnir munu því, eins og áður segir, sitja í gæsluvarðhaldi til 9. september næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Dóma Hæstaréttar má sjá hér og hér. Tengdar fréttir Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39 Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa skotið úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í Breiðholti föstudagskvöldið 5. ágúst síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti úrskurðina í dag en samkvæmt þeim skulu bræðurnir báðir sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 9. september næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að bræðurnir hafi stofnað lífi og heilsu fólks í augljósa hættu með háttsemi sinni auk þess sem skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Byssan fannst í ruslageymslu á heimili móður bræðranna. Í greinargerð lögreglu er skotárásinni lýst af konu sem var í bílnum sem skotið var á. Er haft eftir henni að kærasti hennar hafi farið út úr bílnum og blandast í hópslagsmál sem voru við söluturninn. Þegar kærastinn hafi svo komið aftur að bílnum hafi konan séð annan bræðranna halda á haglabyssu sem hann beindi að kærastanum þegar hann gekk að bílnum. Hann hafi síðan skotið úr byssunni en ekki hitt kærastann hennar.Skaut einu skoti í framhurðina „Hún og unnustinn hafi síðan ekið bak við [...] þar sem kærðu og fleiri hafi komið. Hafi annar kærðu þá tekið upp byssu og beint henni að bílnum og skotið einu skoti í framhurðina, hægra megin, þar sem vitnið hafi setið, en við það hafi hliðarrúðan brotnað og vitnið fengið glerbrotin yfir sig. Segðist vitnið hafa séð þann sem skaut miða á bílinn áður en hann hafi skotið. Þau hafi ekið heim til sín eftir þetta,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hafi lýst því að það hafi ekki verið sami maðurinn sem skaut á kærasta hennar í fyrra skiptið og sem skaut á bílinn í seinna skiptið. Í greinargerð lögreglu kemur fram að fjöldi vitna lýsi því að hafa séð þegar bræðurnir hafi skotið úr byssunni. Lýsing vitna samræmist útliti og klæðaburði þeirra þetta kvöld en á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi þar sem sést þegar bræðurnir koma í verslunina fyrir skotárásina.Játaði að hafa skotið úr byssunni Annar bróðirinn var handtekinn þann 6. ágúst og játaði hann við skýrslutöku þann sama dag að hafa verið á vettvangi þann sama dag og skotið úr byssunni en „kvæðist hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og meðkærði hafi verið í átökum við. Í skýrslutöku þann 11. ágúst sl. hafi X aftur á móti sagt að hann og Y [innsk. blm. hinn bróðirinn] hafi farið að [...] til að hitta þar fyrir menn sem hefðu fyrr um kvöldið mætt fyrir utan heimili móður þeirra (sjá bókun í máli 007-2016-[...]). Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og kærði hafi komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann hafi notað.“ Hinn bróðirinn var svo handtekinn þann 8. ágúst en samkvæmt úrskurði héraðsdóms áréttar aðstoðarsaksóknari að af gögnum málsins megi ráða að komið hafi til átaka á milli bræðranna og hóps annars fólks: „Fram komi hjá báðum kærðu að aðilar hafi talað sig saman um að hittast við [...] og þá hafi X sagt að kærðu hefðu sammælst um að fara þangað vopnaðir kylfum og að hann hafi einnig komið fyrir afsagaðri haglabyssu skammt frá. Til átaka hafi komið milli kærðu og áður nefndra aðila fyrir utan [...] og í framhaldi hafi báðir kærðu skotið af byssunni. Þá hafi umrædd byssa fundist í ruslageymslu á heimili móður kærðu og vitni kvæðist hafa séð mann sem samsvari lýsingu um að X hafi hent byssunni þangað eftir skothvellina. Það sé mat lögreglu að með háttsemi sinni hafi kærðu í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir hafi átt í útistöðum við og annarra, en fjöldi fólks hafi verið á ferli, m.a. börn og ungmenni, og þá hafi verið skotið af byssunni í miðri íbúðabyggð. Jafnframt hafi kærðu notað vopn til verksins sem búið hafi verið að eiga við með þeim hætti að eiginleikar vopnsins hafi verið hættulegri en ella. Kærðu hafi mátt vera ljós sú augljósa hætta sem gæti skapast af háttsemi þeirra.“ Bræðurnir munu því, eins og áður segir, sitja í gæsluvarðhaldi til 9. september næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Dóma Hæstaréttar má sjá hér og hér.
Tengdar fréttir Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39 Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Skotárásin í Breiðholti: Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings Enn eru nokkur atriði óljós í tengslum við málið. 11. ágúst 2016 10:39
Skotárásin í Breiðholti: Rauði bíllinn fundinn Bíllinn sem var skotið að í Breiðholtinu í gær og lögreglaði leitaði er kominn í leitirnar. 6. ágúst 2016 14:22