Upptaka úr eftirlitsmyndavél sýnir bræðurna handleika afsagaða haglabyssu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2016 12:04 Frá vettvangi í Iðufelli föstudagskvöldið 5. ágúst. Vísir/Eyþór Bræður um þrítugt sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Samkvæmt því sem fram kemur í gæsluvarðhaldskröfu var lögreglan kölluð að Leifasjoppu þar sem tilkynnt var um tvo aðila sem hefðu skotið úr haglabyssu á rauða Yaris bifreið. Vitni báru því við að hafa séð átök á milli karlmanna áður en skotið var úr byssunni. Ökumaður og farþegi rauða bílsins sögðu að karlmaðurinn í bifreiðinni hefði blandast í átökin. Hann hafi reynt að koma sér undan og þá gengið í átt að bifreiðinni þegar hann áttaði sig á því að annar bróðirinn héldi á haglabyssu og beindi að honum. Hafi hann skotið úr byssunni en ekki hæft manninn. Farþeginn settist þá upp í bílinn og óku þau ekið bak við sjoppuna þangað sem bræðurnir og fleiri hafi komið. Annar bróðirinn á að hafa tekið upp byssuna á ný, beint að bílnum og skotið einu skoti í framrúðuna hægra megin, þar sem konan sat. Rúðan hafi brotnað og hún fengið glerbrotin yfir sig. Konan sagði að bróðirinn hefði miðað á bílinn áður en hann skaut. Þau hafi svo ekið heim til sín. Þau voru sammála um að sami bróðirinn hefði ekki skotið í bæði skiptin heldur annar í hvort skipti. Upptaka eitt sönnunargagna Meðal gagna sem lögregla hefur undir höndum er upptaka úr eftirlitsmyndavél fjölbýlishúss þar sem bræðurnir ásamt þriðja manni handleika afsagaða haglabyssu fyrir árásina. Þá megi einnig sjá þriðja manninn með hafnaboltakylfu sem lagt var hald á við handtöku bræðranna. Þriðji maðurinn sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að bræðurnir hefðu komið heim til hans og yngri bróðirinn verið með afsagaða haglabyssu. Þeir hafi fengið tösku hjá honum til að geyma byssuna í en sjálfur hafi hann tekið hafnaboltakylfuna með. Í framhaldinu hafi þeir farið að Leifasjoppu. Þar hafi eldri bróðirinn fyrst skotið í átt að bifreiðinni og svo fyrir aftan sjoppuna hafi yngri bróðirinn skotið á bílinn. Fjöldi vitna var á vettvangi og samræmist lýsing vitnanna útliti og klæðaburði við það sem sjá má á upptökum eftirlitsmyndavéla úr Leifasjoppu. Þá hafi vitni sem búi í húsi við Leifasjoppi lýst því yfir að hafa eftir skothvellina séð mann, sem samsvarar lýsingu yngri bróðurins, hlaupa inn í fjölbýlishúsið þar sem móðir þeirra býr. Þá fékk lögregla tilkynningu frá öðrum aðila um að svört íþróttataska með byssu í hefði fundist í rennu fyrir rusl í blokkinni. Sjá hefði mátt blóðkám á byssunni. Bræðrunum ber ekki saman Yngri bróðirinn var handtekinn um nóttina fyrir utan Hraunbæ í Reykjavík og játaði við skýrslutöku að hafa verið á vettvangi og skotið einu skoti úr byssunni. Hann kvaðst aftur á móti hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og bróðir hans hefðu verið í átökum við. Í skýrslutöku fimm dögum síðar sagði hann aftur á móti að þeir bræðurnir hefðu farið að sjoppunni til að hitta fyrir menn sem hefðu haft í hótunum við þá fyrr um kvöldið. Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og hann komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann síðan notaði. Til átaka hafi komið og sagði yngri bróðirinn að sá eldri hefði skotið einu skoti upp í loftið. Hann sjálfur hafi svo skotið öðru skoti sem hafi farið í bílinn. Hann kannaðist við að hafa komið byssunni fyrir í ruslageymslu á heimili móður hans. Eldri bróðirinn var handtekinn mánudaginn 8. ágúst og sagði hann að yngri bróðirinn hefði vissulega skotið einu skoti úr byssunni eftir að hafa afvopnað mann sem þeir voru í átökum við. Hafi sá verið búinn að skjóta úr byssunni. Eldri bróðirinn neit að hafa gert það sjálfur. Frásögn eldri bróðursins er því í mótsögn við frásögn þess yngri auk þess sem upptakan úr eftirlitsmyndavél sýnir þá með afsagða haglabyssu áður en haldið var að sjoppunni. Þurfa að hlusta á mömmu sína Rannsókn málsins er að sögn lögreglu komin langt á veg en beðið sé matsgerðar sérfræðings á hættueiginleikum byssunnar sem notuð var. Er það mat lögreglu að bræðurnir hafi í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir áttu í útistöðum við og annarra en fjöldi fólks var á ferli, þar með talin bæði börn og ungmenni. Skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúabyggð. Þá hafi haglabyssan verið afsöguð sem geri vopnið hættulegra en ella. Ljóst sé að bræðurnir séu hættulegir umhverfi sínu og því farið fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þá myndi það særa réttarvitund almennings yrðu bræðurnir látnir lausir. Móðir bræðranna sagði í viðtali við DV á dögunum að synir hennar myndu ekki gera neitt þessu líkt nema undir áhrifum. „Eiturlyfin hafa gert það að verkum að þeir hugsa ekki rökrétt. Ég vona innilega að þessi harmleikur verði til þess að þeir hugsi sinn gang, fari í meðferð eins og ég hef svo margsinnis beðið um. Þeir þurfa að hlusta á mömmu sína og snúa við blaðinu,“ segir móðirin. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Bræður um þrítugt sem grunaðir eru um að hafa hleypt af skoti úr haglabyssu við Leifasjoppu í Iðafelli föstudagskvöldið 5. ágúst hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. október. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Samkvæmt því sem fram kemur í gæsluvarðhaldskröfu var lögreglan kölluð að Leifasjoppu þar sem tilkynnt var um tvo aðila sem hefðu skotið úr haglabyssu á rauða Yaris bifreið. Vitni báru því við að hafa séð átök á milli karlmanna áður en skotið var úr byssunni. Ökumaður og farþegi rauða bílsins sögðu að karlmaðurinn í bifreiðinni hefði blandast í átökin. Hann hafi reynt að koma sér undan og þá gengið í átt að bifreiðinni þegar hann áttaði sig á því að annar bróðirinn héldi á haglabyssu og beindi að honum. Hafi hann skotið úr byssunni en ekki hæft manninn. Farþeginn settist þá upp í bílinn og óku þau ekið bak við sjoppuna þangað sem bræðurnir og fleiri hafi komið. Annar bróðirinn á að hafa tekið upp byssuna á ný, beint að bílnum og skotið einu skoti í framrúðuna hægra megin, þar sem konan sat. Rúðan hafi brotnað og hún fengið glerbrotin yfir sig. Konan sagði að bróðirinn hefði miðað á bílinn áður en hann skaut. Þau hafi svo ekið heim til sín. Þau voru sammála um að sami bróðirinn hefði ekki skotið í bæði skiptin heldur annar í hvort skipti. Upptaka eitt sönnunargagna Meðal gagna sem lögregla hefur undir höndum er upptaka úr eftirlitsmyndavél fjölbýlishúss þar sem bræðurnir ásamt þriðja manni handleika afsagaða haglabyssu fyrir árásina. Þá megi einnig sjá þriðja manninn með hafnaboltakylfu sem lagt var hald á við handtöku bræðranna. Þriðji maðurinn sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að bræðurnir hefðu komið heim til hans og yngri bróðirinn verið með afsagaða haglabyssu. Þeir hafi fengið tösku hjá honum til að geyma byssuna í en sjálfur hafi hann tekið hafnaboltakylfuna með. Í framhaldinu hafi þeir farið að Leifasjoppu. Þar hafi eldri bróðirinn fyrst skotið í átt að bifreiðinni og svo fyrir aftan sjoppuna hafi yngri bróðirinn skotið á bílinn. Fjöldi vitna var á vettvangi og samræmist lýsing vitnanna útliti og klæðaburði við það sem sjá má á upptökum eftirlitsmyndavéla úr Leifasjoppu. Þá hafi vitni sem búi í húsi við Leifasjoppi lýst því yfir að hafa eftir skothvellina séð mann, sem samsvarar lýsingu yngri bróðurins, hlaupa inn í fjölbýlishúsið þar sem móðir þeirra býr. Þá fékk lögregla tilkynningu frá öðrum aðila um að svört íþróttataska með byssu í hefði fundist í rennu fyrir rusl í blokkinni. Sjá hefði mátt blóðkám á byssunni. Bræðrunum ber ekki saman Yngri bróðirinn var handtekinn um nóttina fyrir utan Hraunbæ í Reykjavík og játaði við skýrslutöku að hafa verið á vettvangi og skotið einu skoti úr byssunni. Hann kvaðst aftur á móti hafa gert það eftir að hafa tekið vopnið af öðrum aðila sem hann og bróðir hans hefðu verið í átökum við. Í skýrslutöku fimm dögum síðar sagði hann aftur á móti að þeir bræðurnir hefðu farið að sjoppunni til að hitta fyrir menn sem hefðu haft í hótunum við þá fyrr um kvöldið. Þeir hafi verið vopnaðir kylfum og hann komið haglabyssu fyrir skammt frá sem hann síðan notaði. Til átaka hafi komið og sagði yngri bróðirinn að sá eldri hefði skotið einu skoti upp í loftið. Hann sjálfur hafi svo skotið öðru skoti sem hafi farið í bílinn. Hann kannaðist við að hafa komið byssunni fyrir í ruslageymslu á heimili móður hans. Eldri bróðirinn var handtekinn mánudaginn 8. ágúst og sagði hann að yngri bróðirinn hefði vissulega skotið einu skoti úr byssunni eftir að hafa afvopnað mann sem þeir voru í átökum við. Hafi sá verið búinn að skjóta úr byssunni. Eldri bróðirinn neit að hafa gert það sjálfur. Frásögn eldri bróðursins er því í mótsögn við frásögn þess yngri auk þess sem upptakan úr eftirlitsmyndavél sýnir þá með afsagða haglabyssu áður en haldið var að sjoppunni. Þurfa að hlusta á mömmu sína Rannsókn málsins er að sögn lögreglu komin langt á veg en beðið sé matsgerðar sérfræðings á hættueiginleikum byssunnar sem notuð var. Er það mat lögreglu að bræðurnir hafi í sameiningu stofnað lífi og heilsu fjölda fólks í augljósa hættu umrætt sinn. Bæði þeirra sem þeir áttu í útistöðum við og annarra en fjöldi fólks var á ferli, þar með talin bæði börn og ungmenni. Skotið hafi verið af byssunni í miðri íbúabyggð. Þá hafi haglabyssan verið afsöguð sem geri vopnið hættulegra en ella. Ljóst sé að bræðurnir séu hættulegir umhverfi sínu og því farið fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þá myndi það særa réttarvitund almennings yrðu bræðurnir látnir lausir. Móðir bræðranna sagði í viðtali við DV á dögunum að synir hennar myndu ekki gera neitt þessu líkt nema undir áhrifum. „Eiturlyfin hafa gert það að verkum að þeir hugsa ekki rökrétt. Ég vona innilega að þessi harmleikur verði til þess að þeir hugsi sinn gang, fari í meðferð eins og ég hef svo margsinnis beðið um. Þeir þurfa að hlusta á mömmu sína og snúa við blaðinu,“ segir móðirin.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira