Lögregla vanvirti sextán ára stúlku á Akranesi með því að láta hana afklæðast Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 21:00 Ekkert ólöglegt fannst á ungmennunum, né í bíl þeirra. vísir/gva Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða unglingsstúlku 800 þúsund krónur í miskabætur vegna líkamsleitar sem lögreglan á Akranesi framkvæmdi á henni í ágúst í fyrra, þegar hún var sextán ára. Stúlkan var látin afklæðast vegna gruns lögreglu um að hún væri með fíkniefni á sér. Stúlkan var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvaði bílinn, eftir að hafa fengið tilkynningu frá ónafngreindum aðila um að ungmennin væru undir áhrifum Ungmennin voru öll flutt á lögreglustöðina á Akranesi þar sem líkamsleit var gerð á stúlkunni. Í dómnum segir að leitin hafi farið þannig fram að stúlkan hafi verið látin afklæðast í fangaklefa og að lögreglukona hafi því næst skipað henni að beygja sig fram til að skoða inn í kynfæri og rass. Stúlkan gaf leyfi fyrir skoðuninni, en dómurinn taldi það engu breyta, enda var hún barn að aldri, í haldi lögreglu og grunuð um refsiverða háttsemi. Aðspurð um hvort hún hefði veitt leyfi fyrir leitinni kvaðst hún „ekkert hafa vitað hvað hún ætti að gera eða hvað hún mætti gera“ og því bara sagt „allt í lagi“. Hún naut engrar aðstoðar utanaðkomandi við aðgerðir lögreglu og þá var móðir hennar ekki látin vita fyrr en leit var yfirstaðin. Þá segir í niðurstöðu dómsins að framkvæmd líkamsleitarinnar hafi verið óþarflega særandi gagnvart barni auk þess að vera í engu samræmi við tilefnið. Stúlkan hafi sætt vanvirðandi meðferð sem brjóti gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þessi aðgerð var augljóslega til þess fallin að valda 16 ára gömlum unglingi töluverðum miska, en í skýrslu stefnanda og móður hennar fyrir dómi kom fram að atvikið hefði valdið henni kvíða og vanlíðan,“ segir í dómnum. Ekkert ólöglegt fannst á ungmennunum, né í bifreiðinni. Tengdar fréttir Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða unglingsstúlku 800 þúsund krónur í miskabætur vegna líkamsleitar sem lögreglan á Akranesi framkvæmdi á henni í ágúst í fyrra, þegar hún var sextán ára. Stúlkan var látin afklæðast vegna gruns lögreglu um að hún væri með fíkniefni á sér. Stúlkan var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvaði bílinn, eftir að hafa fengið tilkynningu frá ónafngreindum aðila um að ungmennin væru undir áhrifum Ungmennin voru öll flutt á lögreglustöðina á Akranesi þar sem líkamsleit var gerð á stúlkunni. Í dómnum segir að leitin hafi farið þannig fram að stúlkan hafi verið látin afklæðast í fangaklefa og að lögreglukona hafi því næst skipað henni að beygja sig fram til að skoða inn í kynfæri og rass. Stúlkan gaf leyfi fyrir skoðuninni, en dómurinn taldi það engu breyta, enda var hún barn að aldri, í haldi lögreglu og grunuð um refsiverða háttsemi. Aðspurð um hvort hún hefði veitt leyfi fyrir leitinni kvaðst hún „ekkert hafa vitað hvað hún ætti að gera eða hvað hún mætti gera“ og því bara sagt „allt í lagi“. Hún naut engrar aðstoðar utanaðkomandi við aðgerðir lögreglu og þá var móðir hennar ekki látin vita fyrr en leit var yfirstaðin. Þá segir í niðurstöðu dómsins að framkvæmd líkamsleitarinnar hafi verið óþarflega særandi gagnvart barni auk þess að vera í engu samræmi við tilefnið. Stúlkan hafi sætt vanvirðandi meðferð sem brjóti gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þessi aðgerð var augljóslega til þess fallin að valda 16 ára gömlum unglingi töluverðum miska, en í skýrslu stefnanda og móður hennar fyrir dómi kom fram að atvikið hefði valdið henni kvíða og vanlíðan,“ segir í dómnum. Ekkert ólöglegt fannst á ungmennunum, né í bifreiðinni.
Tengdar fréttir Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00