Guðlaugur Victor Pálsson var á skotskónum þegar Esbjerg vann afar kærkominn sigur á Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Þetta var aðeins annar sigur Esbjerg í deildinni en liðinu hefur gengið bölvanlega það sem af er tímabili. Þrátt fyrir sigurinn er Esbjerg enn í fjórtánda og neðsta sæti deildarinnar.
Victor, sem hefur borið fyrirliðabandið hjá Esbjerg í undanförnum leikjum, kom sínum mönnum á bragðið á 28. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark á tímabilinu. Sænski framherjinn Robin Soder bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Soder var svo aftur á ferðinni á upphafsmínútu seinni hálfleiks og gulltryggði sigur Esbjerg. Lokatölur 3-0, Esbjerg í vil.
Í hinum leik kvöldsins gerðu AGF og Silkeborg markalaust jafntefli.
Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði AGF en fór af velli á 64. mínútu. Í hans stað kom Björn Daníel Sverrisson.
AGF er í 10. sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi á undan Silkeborg sem er í sætinu fyrir neðan.
Victor kom Esbjerg á bragðið í langþráðum sigri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn


Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
