Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er á förum frá Avaldsnes en þetta staðfesti hún í viðtali eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag.
Hólmfríður sem gekk til liðs við norska félagið árið 2012 var tilnefnd sem besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili en hún lék að vanda allar 90. mínúturnar í dag.
Í samtali við hnytt.no greindi Hólmfríður frá því að hún hefði hafnaði samningstilboði Avaldsnes og að hún væri á förum frá félaginu en hún táraðist er hún tilkynnti þulinum þetta.
Viðtalið má sjá hér
