Enski boltinn

Mourinho gagnrýndi meidda leikmenn United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joe Mourinho gefur engan afslátt.
Joe Mourinho gefur engan afslátt. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var ekki sáttur við að Chris Smalling og Luke Shaw skildu ekki hafa spilað gegn Swansea vegna meiðsla.

Smalling hefur ekki spilað síðan 23. október vegna meiðsla en Shaw spilaði í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag.

„Menn verða að gera allt fyrir liðið. Það er munur á hugrökkum leikmönnum, sem gera allt fyrir liðið, og þeirra sem kvarta yfir minnsta sársauka,“ sagði Mourinho en hvorugur þeirra var valinn í enska landsliðið vegna meiðslanna.

„Ef ég myndi tala við marga af þeim frábæru fótboltamönnum sem hafa leikið fyrir þetta félag þá myndu þeir staðfesta að hafa oft spilað þó svo þeir væru ekki 100 prósent. Það eru leikmenn á vellinum að glíma við eitthvað. Í öllum íþróttum spila menn þó svo þeir séu ekki 100 prósent.“

United var fyrir án þeirra Eric Bailly og Antonio Valencia. Þar sem fjórir varnarmenn voru fjarverandi var Ashley Young í bakverðinum og Phil Jones spilaði sinn fyrsta leik síðan í janúar. Mourinho hrósaði þeim báðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×