Hjörvar vill að Viðar Örn fái tækifærið á móti Króötum | Möguleikarnir í stöðunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:09 Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira