Satt og logið: Nýjum lygum varpað fram Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2016 11:45 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/EPA Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær. Á einni og hálfri klukkustund lögðu frambjóðendurnir fram fjölmargar fullyrðingar og voru margar þeirra ekki sannleikanum samkvæmar. Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir fullyrðingar frambjóðenda og dregið sannleikann í ljós. Þar á meðal eru Washington Post, AP, CNN, Politico og New York Times. Hér að neðan verða helstu atriðin tekin fram. Margar lygar og ýkjur í nótt höfðu komið fram áður í fyrri kappræðum frambjóðendanna. Eins og í hinum tveimur kappræðunum var Donald Trump gómaður oftar við lygar og ýkjur en Hillary Clinton. Trump var spurður út í ummæli sín um að verið væri að svindla á kosningunum. Hann sagði milljónir atkvæða berast frá fólki sem gæti ekki kosið og vitnaði í skýrslu Pew Center um kosningasvindl í Bandaríkjunum. Hann sagði að milljónir kjósenda væru skráðir hjá yfirvöldum sem hefðu ekki rétt til að kjósa. Í skýrslunni sem er frá 2012, kemur fram að um 24 milljónir skráðir kjósendur voru ógildir eða skráningin ónákvæm. Þá voru 1,8 milljón skráðra kjósenda látnir. Hins vegar var ekki tekið fram í skýrslunni að þessi skráðu kjósendur hefðu kosið. Einnig sagði ekkert um að kosningasvindl væru eins umfangsmikil og Trump heldur fram.Laug um „ljúgandi“ konurTrump var spurður út í þær níu konur sem hafa stigið fram og sakað hann um að kyssa sig eða káfa á sér yfir margra ára tímabil. Hann sagði þær allar ljúga. Hann hefði ekki gert neitt rangt og að búið væri að sanna það í mörgum tilfellum. Það er ekki rétt. Ekkert málanna hefur hvorki verið sannað né afsannað.Trump neitaði einnig fyrir það að hafa sagt að konurnar væru ekki nógu aðlaðandi til að hann myndi leita á þær. Þó hann hafi ef til vill ekki beinlínis sagt það hefur Donald Trump ýjað að því margsinnis á kosningafundum sínum og víðar að konur sem hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega séu ekki nægilega aðlaðandi.Hillary Clinton hélt því fram að efnahagsáætlun hennar myndi ekki auka skuldir ríkisins. Það er ekki rétt. Samkvæmt nefndinni Responsible Federal Budget, sem stjórnandi kappræðnanna vitnaði í, myndi áætlun Clinton auka skuldir ríkisins um 200 milljarða dala á tíu árum. Sama nefnd spáir því að áætlun Trump myndi auka skuldir ríkisins um 5.300 milljarða á sama tímabili. Donald Trump veittist að Clinton vegna tölvupósta og einkavefþjóna hennar. Hann sagði að Clinton hefði „verið sek um mjög, mjög alvarlegan glæp“. Það er ekki rétt. Eftir árslanga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna var ákveðið að ákæra Clinton ekki. Komist var að þeirri niðurstöðu að notkun hennar á einkavefþjónum hefði verið „gífurlega kærulaus“ en engar vísbendingar fundust um að glæpur hefði verið framinn.Clinton var spurð út í ræðu sem hún hélt fyrir starfsmenn banka í Brasilíu árið 2013. Þar kallaði hún eftir opnum landamærum. Í svari sínu sagðist hún hafa verið að tala um flutning orku en ekki fólks. Ljóst er að hún var ekki eingöngu að tala um orku. Hins vegar var hún ekki heldur að tala um galopin landamæri þar sem fólk gæti farið yfir að vild, eins og Trump hélt fram. Donald Trump sagði hvorki Clinton né yfirvöld Bandaríkjanna „hafa hugmynd“ um hvort Rússar eða aðrir hefðu gert tölvuárásir á samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal á höfuðstöðvar Demókrataflokksins og framboð Clinton, til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Forsvarsmenn leyniþjónustna Bandaríkjanna segjast fullvissir um að Rússar hafi gert árásirnar og lekið gögnum til Wikileaks sem hafa birt þau á netinu. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að slíkar skipanir hefðu einungis geta komið frá efstu hæðum stjórnmála í Rússlandi og hafa heitið hefndaraðgerðum. Rússar neita ásökunum.Daniel Dale er blaðamaður Toronto Sun. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Final fact-check totals for the three presidential debates: DONALD TRUMP: 104 false claimsHILLARY CLINTON: 13 false claims pic.twitter.com/FqFSPFoCx0— Daniel Dale (@ddale8) October 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Þriðju og síðustu kappræðurnar á milli forsetaframbjóðendanna Donald Trump og Hillary Clinton fóru fram í Las Vegas í gær. Á einni og hálfri klukkustund lögðu frambjóðendurnir fram fjölmargar fullyrðingar og voru margar þeirra ekki sannleikanum samkvæmar. Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir fullyrðingar frambjóðenda og dregið sannleikann í ljós. Þar á meðal eru Washington Post, AP, CNN, Politico og New York Times. Hér að neðan verða helstu atriðin tekin fram. Margar lygar og ýkjur í nótt höfðu komið fram áður í fyrri kappræðum frambjóðendanna. Eins og í hinum tveimur kappræðunum var Donald Trump gómaður oftar við lygar og ýkjur en Hillary Clinton. Trump var spurður út í ummæli sín um að verið væri að svindla á kosningunum. Hann sagði milljónir atkvæða berast frá fólki sem gæti ekki kosið og vitnaði í skýrslu Pew Center um kosningasvindl í Bandaríkjunum. Hann sagði að milljónir kjósenda væru skráðir hjá yfirvöldum sem hefðu ekki rétt til að kjósa. Í skýrslunni sem er frá 2012, kemur fram að um 24 milljónir skráðir kjósendur voru ógildir eða skráningin ónákvæm. Þá voru 1,8 milljón skráðra kjósenda látnir. Hins vegar var ekki tekið fram í skýrslunni að þessi skráðu kjósendur hefðu kosið. Einnig sagði ekkert um að kosningasvindl væru eins umfangsmikil og Trump heldur fram.Laug um „ljúgandi“ konurTrump var spurður út í þær níu konur sem hafa stigið fram og sakað hann um að kyssa sig eða káfa á sér yfir margra ára tímabil. Hann sagði þær allar ljúga. Hann hefði ekki gert neitt rangt og að búið væri að sanna það í mörgum tilfellum. Það er ekki rétt. Ekkert málanna hefur hvorki verið sannað né afsannað.Trump neitaði einnig fyrir það að hafa sagt að konurnar væru ekki nógu aðlaðandi til að hann myndi leita á þær. Þó hann hafi ef til vill ekki beinlínis sagt það hefur Donald Trump ýjað að því margsinnis á kosningafundum sínum og víðar að konur sem hafa sakað hann um að brjóta gegn sér kynferðislega séu ekki nægilega aðlaðandi.Hillary Clinton hélt því fram að efnahagsáætlun hennar myndi ekki auka skuldir ríkisins. Það er ekki rétt. Samkvæmt nefndinni Responsible Federal Budget, sem stjórnandi kappræðnanna vitnaði í, myndi áætlun Clinton auka skuldir ríkisins um 200 milljarða dala á tíu árum. Sama nefnd spáir því að áætlun Trump myndi auka skuldir ríkisins um 5.300 milljarða á sama tímabili. Donald Trump veittist að Clinton vegna tölvupósta og einkavefþjóna hennar. Hann sagði að Clinton hefði „verið sek um mjög, mjög alvarlegan glæp“. Það er ekki rétt. Eftir árslanga rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna var ákveðið að ákæra Clinton ekki. Komist var að þeirri niðurstöðu að notkun hennar á einkavefþjónum hefði verið „gífurlega kærulaus“ en engar vísbendingar fundust um að glæpur hefði verið framinn.Clinton var spurð út í ræðu sem hún hélt fyrir starfsmenn banka í Brasilíu árið 2013. Þar kallaði hún eftir opnum landamærum. Í svari sínu sagðist hún hafa verið að tala um flutning orku en ekki fólks. Ljóst er að hún var ekki eingöngu að tala um orku. Hins vegar var hún ekki heldur að tala um galopin landamæri þar sem fólk gæti farið yfir að vild, eins og Trump hélt fram. Donald Trump sagði hvorki Clinton né yfirvöld Bandaríkjanna „hafa hugmynd“ um hvort Rússar eða aðrir hefðu gert tölvuárásir á samtök og stofnanir í Bandaríkjunum, þar á meðal á höfuðstöðvar Demókrataflokksins og framboð Clinton, til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Forsvarsmenn leyniþjónustna Bandaríkjanna segjast fullvissir um að Rússar hafi gert árásirnar og lekið gögnum til Wikileaks sem hafa birt þau á netinu. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að slíkar skipanir hefðu einungis geta komið frá efstu hæðum stjórnmála í Rússlandi og hafa heitið hefndaraðgerðum. Rússar neita ásökunum.Daniel Dale er blaðamaður Toronto Sun. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Final fact-check totals for the three presidential debates: DONALD TRUMP: 104 false claimsHILLARY CLINTON: 13 false claims pic.twitter.com/FqFSPFoCx0— Daniel Dale (@ddale8) October 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04