Milljarðamæringar hella fjármagni í baráttuna fyrir sykurskatti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2016 13:45 Leggja á skatt á sykraða gosdrykki í fjórum borgum í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Milljarðamæringarnir Michael Bloomberg og hjónin Laura og John Arnold hafa á þessu ári lagt milljónir dollara í baráttuna við hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda í Bandaríkjunum. Framundan eru kosningar í fjórum borgum Bandaríkjanna þar sem borgarar geta kosið um tillögur þess efnis að legga skatt á sykraða gosdrykki. Hagsmunasamtökin berjast hatrammlega gegn því að kosið verði með tillögunum.Ítarlega er fjallað um baráttuna um sykurskattinn á Vox.comÍbúar San Francisco, Oakland og Albany í Kaliforníu og Boulder í Colorado munu, samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum, kjósa um hvort að lagður verði skattur á sykraða gosdrykki, eitt penní á hverja únsu, eða því sem nemur rétt rúmlega einni krónu á hverja 30 ml. Samkvæmt því myndi vera lagður um 11 króna skattur á 330 ml dós af sykruðum gosdrykk.Sjá einnig: Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæðurÁstæðurnar eru einfaldar. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Borgaryfirvöld víðsvegar um Bandaríkin hafa í mörg ár reynt að setja á svipaða sykurskatta og barist er fyrir nú. Það var þó ekki fyrr en árið 2014 að Berkeley í Kaliforníu hóf skattlagningu á sykruðum gosdrykkjum. Reynsla borgaryfirvalda þar er jákvæð en gosneysla minnkaði til muna eftir innleiðingu skattlagningarinnar.Hér má sjá yfirlit yfir þá fjármuni sem beitt er í baráttunni um sykurskatt í Bandaríkjunum.Mynd/Vox.comGríðarlegir fjármunir nýttir í baráttuna frá báðum hliðum Eftir þessu hafa góðgerðasamtök Bloomberg og Arnold-hjónanna tekið. Mæltu þau eindregið með því að lagt yrði meira fjármagn í það að koma á sykursköttum víðs vegar um Bandaríkin til þess að efla lýðheilsu í Bandaríkjunum. Hafa framlög þessarra góðgerðasamtaka aukist úr 720 þúsund dollurum árið 2014, um 80 milljónir króna, í 12 milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna, á þessu ári. Það er þó við ramman reip að draga í baráttunni fyrir sykursköttum í þessum borgum. Hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda með Coca-Cola og Pepsi í fararbroddi hafa tvöfaldað fjármagnið sem nýtt er í til þess að þrýsta á íbúa og yfirvöld í þeim borgum sem kjósa á um sykurskattinn. Árið 2014 settu þau 14 milljón dollara, um 1,6 milljarð króna í hagsmunarbaráttu sína, en í ár hafa þau eytt 38 milljónum dollara, um 4,3 milljörðum króna. Sjá einnig: Ekkert lát á íslensku sykuræðiHafa gosdrykkjaframleiðendur miklar áhyggjur af því að breiðist skattlagningin út til annarra borga Bandaríkjanna muni mjög draga úr neyslu gosdrykkja, sem þegar fer minnkandi í Bandaríkjunum. Óttast þau því að hagnaður sinn muni dragast saman. Miklu púðri er eytt í baráttuna en alls er meira fjármagni veitt í kosningabaráttunni um skattlagninguna í þessum fjórum borgun en hagsmunasamtök í Kaliforníu eyða í væntanlegar forseta- og þingkosningar í Bandaríkjunum. Þá er það fjármagn sem hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda hafa lagt til í baráttu sinni gegn sykurskattinum í þessum fjórum borgum tvöfalt á við það sem samtökin nýta til að þrýsta á lýðheilsuleg málefni sér um öll Bandaríkin á hverju ári.Skiptar skoðanir eru um skattlagningu sem tæki til að hafa áhrif á breytni manna þegar neysla á áfengi og sykri er annars vegar. Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 nýlega. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til að sykur fari ekki fram úr 5 prósentum af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku en viðmið var nýlega lækkað úr 10 prósentum. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri auk þess sem að Bretar tóku fyrr á þessu ári upp sykurskatt. Hér á Íslandi var sykurskattur settur á í mars 2013 en lagður af tveimur árum síðar.Lesa má ítarlega fréttaskýringu Vox.com hér. Tengdar fréttir Ekkert lát á íslensku sykuræði Framboð á sykri hefur verið mest á Íslandi af Norðurlöndum. Hver Íslendingur borðar fjörutíu til fimmtíu kíló af sykri á ári. Norðmenn nærri tuttugu kílóum minna af sykri árlega. 6. febrúar 2016 07:00 Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. 3. október 2016 14:00 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Milljarðamæringarnir Michael Bloomberg og hjónin Laura og John Arnold hafa á þessu ári lagt milljónir dollara í baráttuna við hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda í Bandaríkjunum. Framundan eru kosningar í fjórum borgum Bandaríkjanna þar sem borgarar geta kosið um tillögur þess efnis að legga skatt á sykraða gosdrykki. Hagsmunasamtökin berjast hatrammlega gegn því að kosið verði með tillögunum.Ítarlega er fjallað um baráttuna um sykurskattinn á Vox.comÍbúar San Francisco, Oakland og Albany í Kaliforníu og Boulder í Colorado munu, samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum, kjósa um hvort að lagður verði skattur á sykraða gosdrykki, eitt penní á hverja únsu, eða því sem nemur rétt rúmlega einni krónu á hverja 30 ml. Samkvæmt því myndi vera lagður um 11 króna skattur á 330 ml dós af sykruðum gosdrykk.Sjá einnig: Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæðurÁstæðurnar eru einfaldar. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Borgaryfirvöld víðsvegar um Bandaríkin hafa í mörg ár reynt að setja á svipaða sykurskatta og barist er fyrir nú. Það var þó ekki fyrr en árið 2014 að Berkeley í Kaliforníu hóf skattlagningu á sykruðum gosdrykkjum. Reynsla borgaryfirvalda þar er jákvæð en gosneysla minnkaði til muna eftir innleiðingu skattlagningarinnar.Hér má sjá yfirlit yfir þá fjármuni sem beitt er í baráttunni um sykurskatt í Bandaríkjunum.Mynd/Vox.comGríðarlegir fjármunir nýttir í baráttuna frá báðum hliðum Eftir þessu hafa góðgerðasamtök Bloomberg og Arnold-hjónanna tekið. Mæltu þau eindregið með því að lagt yrði meira fjármagn í það að koma á sykursköttum víðs vegar um Bandaríkin til þess að efla lýðheilsu í Bandaríkjunum. Hafa framlög þessarra góðgerðasamtaka aukist úr 720 þúsund dollurum árið 2014, um 80 milljónir króna, í 12 milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna, á þessu ári. Það er þó við ramman reip að draga í baráttunni fyrir sykursköttum í þessum borgum. Hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda með Coca-Cola og Pepsi í fararbroddi hafa tvöfaldað fjármagnið sem nýtt er í til þess að þrýsta á íbúa og yfirvöld í þeim borgum sem kjósa á um sykurskattinn. Árið 2014 settu þau 14 milljón dollara, um 1,6 milljarð króna í hagsmunarbaráttu sína, en í ár hafa þau eytt 38 milljónum dollara, um 4,3 milljörðum króna. Sjá einnig: Ekkert lát á íslensku sykuræðiHafa gosdrykkjaframleiðendur miklar áhyggjur af því að breiðist skattlagningin út til annarra borga Bandaríkjanna muni mjög draga úr neyslu gosdrykkja, sem þegar fer minnkandi í Bandaríkjunum. Óttast þau því að hagnaður sinn muni dragast saman. Miklu púðri er eytt í baráttuna en alls er meira fjármagni veitt í kosningabaráttunni um skattlagninguna í þessum fjórum borgun en hagsmunasamtök í Kaliforníu eyða í væntanlegar forseta- og þingkosningar í Bandaríkjunum. Þá er það fjármagn sem hagsmunasamtök gosdrykkjaframleiðenda hafa lagt til í baráttu sinni gegn sykurskattinum í þessum fjórum borgum tvöfalt á við það sem samtökin nýta til að þrýsta á lýðheilsuleg málefni sér um öll Bandaríkin á hverju ári.Skiptar skoðanir eru um skattlagningu sem tæki til að hafa áhrif á breytni manna þegar neysla á áfengi og sykri er annars vegar. Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 nýlega. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til að sykur fari ekki fram úr 5 prósentum af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku en viðmið var nýlega lækkað úr 10 prósentum. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri auk þess sem að Bretar tóku fyrr á þessu ári upp sykurskatt. Hér á Íslandi var sykurskattur settur á í mars 2013 en lagður af tveimur árum síðar.Lesa má ítarlega fréttaskýringu Vox.com hér.
Tengdar fréttir Ekkert lát á íslensku sykuræði Framboð á sykri hefur verið mest á Íslandi af Norðurlöndum. Hver Íslendingur borðar fjörutíu til fimmtíu kíló af sykri á ári. Norðmenn nærri tuttugu kílóum minna af sykri árlega. 6. febrúar 2016 07:00 Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. 3. október 2016 14:00 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Ekkert lát á íslensku sykuræði Framboð á sykri hefur verið mest á Íslandi af Norðurlöndum. Hver Íslendingur borðar fjörutíu til fimmtíu kíló af sykri á ári. Norðmenn nærri tuttugu kílóum minna af sykri árlega. 6. febrúar 2016 07:00
Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. 3. október 2016 14:00
Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00