Frakkar rýma búðirnar í Calais Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. október 2016 10:00 Flóttafólk í Calais á leið í rúturnar, sem flytja fólkið til . Nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira