Frakkar rýma búðirnar í Calais Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. október 2016 10:00 Flóttafólk í Calais á leið í rúturnar, sem flytja fólkið til . Nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira