Enski boltinn

Wilshere veit ekki um framtíð sína hjá Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wilshere þakkar stuðningsmönnum Bournemouth eftir leik liðsins á dögunum.
Wilshere þakkar stuðningsmönnum Bournemouth eftir leik liðsins á dögunum. vísir/getty
Jack Wilshere, lánsmaður hjá Bournemouth frá Arsenal, veit ekki hvort að framtíð sín liggi hjá Arsenal eða ekki, en Wilshere er á láni hjá Bournemouth út leiktíðina.

Wilshere hefur einungis spilað fimm leiki fyrir Arsenal síðan í maí á síðasta ári og fannst hann vera að færast full aftarlega í goggunarröðina á Emirates svo hann ákvað að breyta um umhverfi.

„Ég hef einfaldlega ekki hugsað um það heldur að klára þetta tímabil og bæta mig sem leikmaður. Ég veit ekki hvort ég enda hjá Arsenal eða einhversstaðar annarstaðar,” sagði Wilshere við Daily Mail.

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir tveimur mánuður hvort ég væri að fara enda ferilinn minn hjá Arsenal hefði ég sagt: Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur mánuðum síðan hefði ég ekki séð mig hér, en hér er ég og ég er að njóta mín,” sagði Wilshere um tíman hjá Bournemouth.

„Ég er 24 ára og ég hef nú þegar misst of mikið úr fótbolta og ef ég vill fara þangað sem ég vil fara, þá er ekki gott að sitja á bekknum og koma inná í hverjum einasta leik.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×