Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 13:16 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. Vísir/Anton Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. Nefndin telur hins vegar annmarka á afgreiðslu og útgáfu Skútustaðahrepps á framkvæmdaleyfi til Landsnets. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, sem hefur nú kynnt sér úrskurð nefndarinnar. „Ljóst er að úrskurðurinn staðfestir að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í fullu gildi og því er ekki þörf á nýju umhverfismati. Þá staðfestir úrskurðarnefndin að öll skilyrði fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi voru fyrir hendi,” segir í tilkynningunni. Nefndin staðfestir að matið hafi verið ítarlegt og að kostir um mismunandi leiðaval hafi verið metnir með fullnægjandi hætti. Niðurstaða nefndarinnar er að matið sé í fullu gildi og að ekki sé þörf á nýju mati á umhverfisáhrifum, auk þess sem framkvæmdirnar séu í samræmi við umhverfismat og skipulag. Þá staðfesti nefndin einnig að framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets og fylgigögn hafi fullnægt ákvæðum skipulagslaga, sem og að framkvæmdir Landsnets séu í samræmi við skipulagsáætlanir og að lögbundinna umsagna hafi verið leitað. Landsnet telur mikilvægt að eyða óvissu um framhald verkefnisins. „Framkvæmdir hafa legið niðri síðan að þær voru stöðvaðar að kröfu Landverndar þann 21. ágúst síðastliðinn og eru þær tafir sem orðið hafa vegna þess þegar orðnar mjög kostnaðarsamar auk þess sem óvissa ríkir um framhald verkefnisins. Landsnet leggur áherslu á að allri óvissu verði eytt sem fyrst enda eru þær línulagnir sem um ræðir lokaskref framkvæmdar sem hefur verið mörg ár í undirbúningi.” Í tilkynningu frá Landvernd kemur hins vegar fram að Landvernd telji úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. „Mikilvægt er að framkvæmdaraðilar, Skipulagsstofnun og sveitarfélög í landinu líti í eigin barm, læri af þeim mistökum sem hér voru gerð og líti til þeirra leiðbeininga sem felast í úrskurðinum. Á þetta ekki síst við um undirbúning og framkvæmd umhverfismats, eftirlit með því og þá ábyrgð sem fylgir ákvarðanatöku um framkvæmdir sem hafa verulega áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Landverndar. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. Nefndin telur hins vegar annmarka á afgreiðslu og útgáfu Skútustaðahrepps á framkvæmdaleyfi til Landsnets. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, sem hefur nú kynnt sér úrskurð nefndarinnar. „Ljóst er að úrskurðurinn staðfestir að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í fullu gildi og því er ekki þörf á nýju umhverfismati. Þá staðfestir úrskurðarnefndin að öll skilyrði fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi voru fyrir hendi,” segir í tilkynningunni. Nefndin staðfestir að matið hafi verið ítarlegt og að kostir um mismunandi leiðaval hafi verið metnir með fullnægjandi hætti. Niðurstaða nefndarinnar er að matið sé í fullu gildi og að ekki sé þörf á nýju mati á umhverfisáhrifum, auk þess sem framkvæmdirnar séu í samræmi við umhverfismat og skipulag. Þá staðfesti nefndin einnig að framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets og fylgigögn hafi fullnægt ákvæðum skipulagslaga, sem og að framkvæmdir Landsnets séu í samræmi við skipulagsáætlanir og að lögbundinna umsagna hafi verið leitað. Landsnet telur mikilvægt að eyða óvissu um framhald verkefnisins. „Framkvæmdir hafa legið niðri síðan að þær voru stöðvaðar að kröfu Landverndar þann 21. ágúst síðastliðinn og eru þær tafir sem orðið hafa vegna þess þegar orðnar mjög kostnaðarsamar auk þess sem óvissa ríkir um framhald verkefnisins. Landsnet leggur áherslu á að allri óvissu verði eytt sem fyrst enda eru þær línulagnir sem um ræðir lokaskref framkvæmdar sem hefur verið mörg ár í undirbúningi.” Í tilkynningu frá Landvernd kemur hins vegar fram að Landvernd telji úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. „Mikilvægt er að framkvæmdaraðilar, Skipulagsstofnun og sveitarfélög í landinu líti í eigin barm, læri af þeim mistökum sem hér voru gerð og líti til þeirra leiðbeininga sem felast í úrskurðinum. Á þetta ekki síst við um undirbúning og framkvæmd umhverfismats, eftirlit með því og þá ábyrgð sem fylgir ákvarðanatöku um framkvæmdir sem hafa verulega áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Landverndar.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53
Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45