Erlent

Fellibylurinn Nicole stefni hraðbyr á Bermuda

Samúel Karl Ólason skrifar
Gervihnattarmynd af Nicole á leið til Bermúda.
Gervihnattarmynd af Nicole á leið til Bermúda. Vísir/AFP
Íbúar Bermúda undirbúa sig nú fyrir komu fellibylsins Nicole, sem er fjórða stigs fellibylur. Meðalvindhraði Nicole hefur náð allt að 210 kílómetrum á klukkustund og hafa íbúar verið beðnir um að halda sig innan dyra þegar fellibylurinn fer fram hjá Bermúda seinna í dag.

Skólum og opinberum starfsstöðvum hefur verið lokað, íbúar hafa komið hlerum fyrir glugga og búið er að aflýsa flugum til eyjunnar.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er spáð því að yfirborð sjávar muni hækka um allt að 2,5 metra og er talið að rigningin verði um 100 til 200 mm. Þar að auki er talið mögulegt að hvirfilvindar fylgi fellibylnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×