Juppe líklegastur til að verða forsetaefni franskra Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2016 14:33 Alain Juppé hefur gegnt embætti borgarstjóra Bordeaux frá árinu 2006. Hann gegndi einnig embættinu og 1995 til 2004. Vísir/AFP Alain Juppé mælist með öruggt forskot í skoðanakönnunum á helsta keppinaut sinn, Nicolas Sarkozy, í baráttunni um hver verður forsetaframbjóðandi Repúblikana í frönsku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. Könnun OpinionWay sýnir að 42 prósent flokksmanna Repúblikanaflokksins ætli sér að kjósa hinn hófsamari Juppé í fyrstu umferð kjörsins, en 28 prósent fyrrverandi forsetann Sarkozy. Í seinni umferðinni, þar sem kosið verður milli tveggja efstu, segjast 62 prósent myndu kjósa Juppe, en 38 prósent Sarkozy. Rúmlega helmingur þeirra sem segjast myndu styðja þá Francois Fillon og Bruno Le Maire, sem einnig eru í kjöri, segjast munu styðja Juppe í síðari umferðinni, yrði kosið milli Juppé og Sarkozy. Einungis þriðjungur segist hins vegar munu styðja Sarkozy, en aðrir gáfu ekki upp afstöðu sína. Hinn 71 árs Juppe gegndi embætti forsætisráðherra á árinum 1995 til 1997 og utanríkisráðherra á árunum 1993 til 1995 og 2011 til 2012. Hann er núverandi borgarstjóri Bordeaux. Sarkozy hefur heitið því að endurheimta þjóðarstolt Frakka með því að berjast harkalega gegn auknum straumi innflytjenda og uppgangi herskárra íslamista. Í frétt Reuters kemur fram að talið sé að hann hafi með tali sínu misst mikinn stuðning meðal miðjusinnaðra flokksmanna. Flokksmenn Repúblikanaflokksins munu velja sér sinn forsetaframbjóðanda þann 20. og 27. nóvember. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara svo fram í apríl, en sú síðari í maí. Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að sigurvegarinn í kjöri Repúblikanaflokksins verði kjörinn næsti forseti Frakklands. Nær öruggt þykir að Marine Le Pen, leiðtogi þjóðernisflokksins Front National, verði annar þeirra frambjóðanda sem kemst í síðari umferð forsetakosninganna, en að þar muni hún bíða lægri hlut fyrir andstæðingi sínum. Kannanir sýna að frambjóðandi Repúblikana muni hafa betur gegn frambjóðanda Sósíalista í fyrri umferðinni, sama hvort það verði Francois Hollande Frakklandsforseti eða einhver annar. Því muni frambjóðandi Repúblikana etja kappi við Le Pen í síðari umferðinni. Sósíalistar munu velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Alain Juppé mælist með öruggt forskot í skoðanakönnunum á helsta keppinaut sinn, Nicolas Sarkozy, í baráttunni um hver verður forsetaframbjóðandi Repúblikana í frönsku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. Könnun OpinionWay sýnir að 42 prósent flokksmanna Repúblikanaflokksins ætli sér að kjósa hinn hófsamari Juppé í fyrstu umferð kjörsins, en 28 prósent fyrrverandi forsetann Sarkozy. Í seinni umferðinni, þar sem kosið verður milli tveggja efstu, segjast 62 prósent myndu kjósa Juppe, en 38 prósent Sarkozy. Rúmlega helmingur þeirra sem segjast myndu styðja þá Francois Fillon og Bruno Le Maire, sem einnig eru í kjöri, segjast munu styðja Juppe í síðari umferðinni, yrði kosið milli Juppé og Sarkozy. Einungis þriðjungur segist hins vegar munu styðja Sarkozy, en aðrir gáfu ekki upp afstöðu sína. Hinn 71 árs Juppe gegndi embætti forsætisráðherra á árinum 1995 til 1997 og utanríkisráðherra á árunum 1993 til 1995 og 2011 til 2012. Hann er núverandi borgarstjóri Bordeaux. Sarkozy hefur heitið því að endurheimta þjóðarstolt Frakka með því að berjast harkalega gegn auknum straumi innflytjenda og uppgangi herskárra íslamista. Í frétt Reuters kemur fram að talið sé að hann hafi með tali sínu misst mikinn stuðning meðal miðjusinnaðra flokksmanna. Flokksmenn Repúblikanaflokksins munu velja sér sinn forsetaframbjóðanda þann 20. og 27. nóvember. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara svo fram í apríl, en sú síðari í maí. Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að sigurvegarinn í kjöri Repúblikanaflokksins verði kjörinn næsti forseti Frakklands. Nær öruggt þykir að Marine Le Pen, leiðtogi þjóðernisflokksins Front National, verði annar þeirra frambjóðanda sem kemst í síðari umferð forsetakosninganna, en að þar muni hún bíða lægri hlut fyrir andstæðingi sínum. Kannanir sýna að frambjóðandi Repúblikana muni hafa betur gegn frambjóðanda Sósíalista í fyrri umferðinni, sama hvort það verði Francois Hollande Frakklandsforseti eða einhver annar. Því muni frambjóðandi Repúblikana etja kappi við Le Pen í síðari umferðinni. Sósíalistar munu velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira