Enski boltinn

Fyrsti Þjóðverjinn sem er valinn stjóri mánaðarins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp er að gera það gott hjá Liverpool.
Klopp er að gera það gott hjá Liverpool. vísir/getty
Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið útnefndur stjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp er fyrsti Þjóðverjinn sem hlýtur þessa nafnbót en liði hans gekk mjög vel í síðasta mánuði.

Liverpool vann alla þrjá leiki sína í mánuðinum. Byrjuðu á 4-1 sigri á Leicester, svo kom 2-1 sigur á Chelsea og loks stórsigur á Hull City, 5-1.

„Mér var sagt frá þessu er ég kom á skrifstofuna. Ég þarf engin einstaklingsverðlaun en það er samt gaman að fá þessa nafnbót,“ sagði Klopp.

„Við erum á góðri siglingu en það eru mörg góð lið í deildinni og margir erfiðir leikir fram undan.“

Son Heung-min var valinn besti leikmaður mánaðarins en hann fór á kostum með Tottenham. Hann er fyrsti Asíubúinn sem vinnur þau verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×