Fótbolti

Fimm bestu leikmenn heims spila fyrir Barcelona og Real Madrid

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo er bestur í heimi að mati Daily Mail.
Cristiano Ronaldo er bestur í heimi að mati Daily Mail. vísir/getty
Vefsíða enska dagblaðsins Daily Mail birti í dag 20 efstu leikmennina í vali sínu á bestu fótboltamönnum heims en niðurtalningin hófst í byrjun vikunnar þegar leikmenn í sætum 100-81 voru kynntir til leiks.

Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims að mati enska blaðsins en Portúgalinn varð bæði Evrópumeistari með Real Madrid og portúgalska landsliðinu í ár og þá var hann valinn besti leikmaður Evrópu í sumar.

Eins og búist var við eru Ronaldo og Lionel Messi efstir en Argentínumaðurinn er í öðru sæti. Messi var valinn besti leikmaður heims í byrjun árs fyrir árið 2015 en búist er við að Ronaldo taki titilinn aftur í byrjun næsta árs.

Framherjatríó Barcelona raðar sér í sætin á eftir Ronaldo en á eftir Messi koma þeir Neymar og Luis Suárez. Gareth Bale, framherji Real Madrid og samherji Ronaldo, er svo í fimmta sætinu.

Framherjar Manchester-liðanna, Sergio Agüero og Zlatan Ibrahimovic, eru svo í sjötta og sjöunda sæti en Manchester United á þrjá af fimmtán bestu leikmönnum heims. Paul Pogba er í tíunda sæti og David De Gea í fimmtánda sæti.

Allan listann má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×