Molde missti mikilvæg stig og útlitið slæmt hjá Tromsö Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 17:51 Björn Bergmann var í liði Molde sem gerði jafntefli í norsku deildinni.. vísir/ernir Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem mætti Sogndal á heimavelli í norsku deildinni. Molde er í 4.sæti deildarinnar og í baráttu um Evrópusæti en Rosenberg er löngu orðið norskur meistari og því engin barátta um titilinn. Molde tókst þó ekki að skora gegn Sogndal sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan og dýrmæt stig í súginn hjá Molde. Aron Sigurðarson lék í 59 mínútur með Tromsö sem tapaði á útivelli gegn Start. Tromsö á í harðri fallbaráttu og tækifærið á að sækja þrjú stig í dag var svo sannarlega til staðar því Start er langneðst í deildinni, 12 stigum frá öruggu sæti. Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Tromsö komst yfir strax á 4.mínútu með marki frá Thomas Olsen en Start komst yfir með tveimur mörkum fyrir leikhlé. Þar við sat þrátt fyrir að Tromsö hafi verið mun meira með boltann og átt tækifæri til að skora, 2-1 sigur Start staðreynd. Þá var Gary Martin í byrjunarliði Lilleström sem lék á útivelli gegn Brann. Brannn er í 2.sæti í deildinni en Lilleström, sem var undir stjórn Rúnars Kristinssonar fyrr á tímabilinu, er í fallsæti. Ifeanyi Matthew kom Lilleström óvænt yfir á 30.mínútu en Azar Karadas jafnaði eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Malaury Martin skoraði svo sigurmark Lilleström á 85.mínútu og tryggði þeim óvæntan sigur og um leið mikilvæg þrjú stig í fallbaráttunni þegar fjórar umferðir eru eftir. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem mætti Sogndal á heimavelli í norsku deildinni. Molde er í 4.sæti deildarinnar og í baráttu um Evrópusæti en Rosenberg er löngu orðið norskur meistari og því engin barátta um titilinn. Molde tókst þó ekki að skora gegn Sogndal sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan og dýrmæt stig í súginn hjá Molde. Aron Sigurðarson lék í 59 mínútur með Tromsö sem tapaði á útivelli gegn Start. Tromsö á í harðri fallbaráttu og tækifærið á að sækja þrjú stig í dag var svo sannarlega til staðar því Start er langneðst í deildinni, 12 stigum frá öruggu sæti. Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Tromsö komst yfir strax á 4.mínútu með marki frá Thomas Olsen en Start komst yfir með tveimur mörkum fyrir leikhlé. Þar við sat þrátt fyrir að Tromsö hafi verið mun meira með boltann og átt tækifæri til að skora, 2-1 sigur Start staðreynd. Þá var Gary Martin í byrjunarliði Lilleström sem lék á útivelli gegn Brann. Brannn er í 2.sæti í deildinni en Lilleström, sem var undir stjórn Rúnars Kristinssonar fyrr á tímabilinu, er í fallsæti. Ifeanyi Matthew kom Lilleström óvænt yfir á 30.mínútu en Azar Karadas jafnaði eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Malaury Martin skoraði svo sigurmark Lilleström á 85.mínútu og tryggði þeim óvæntan sigur og um leið mikilvæg þrjú stig í fallbaráttunni þegar fjórar umferðir eru eftir.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Sjá meira