Kári segist vera í markaformi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 21:31 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF. Vísir/Getty Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira