Grimmilegt morð á 16 ára stúlku leiðir til mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2016 12:01 Hin 16 ára gamla Lucia Perez. Mynd/Facebook Grimmilegt morð á 16 ára gamalli stúlku í Argentínu hefur leitt til mótmæla. Undanfarna mánuði hafa konur í landinu margsinnis mótmælt grimmilegri meðferð sem þær hljóta. Lucia Perez lést þann 8. október eftir að tveir menn komu með hana á sjúkrahús. Þeir sögðu hana hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Læknar sjúkrahússins uppgötuvðu þó fljótt umtalsverða áverka á stúlkunni og var þeim ljóst að hún hafði ekki tekið of stóran skammt. Rannsókn var sett í gang.Saksóknarar segja nú að mennirnir tveir hafi neitt Perez til að innbyrða mikið magn af kókaíni, nauðgað henni ítrekað og stungið aðskotahlut í endaþarm hennar, en sársaukinn var svo mikill að hún fór í hjartastopp og lést. Saksóknarinn Maria Isabel Sanchez sagði málið vera það ógeðfeldasta sem hún hefði komist í tæri við á löngum ferli.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur verið mikið um grimmilega ofbeldisglæpi gegn konum í Argentínu og hafa fjölmörg mótmæli þeirra vegna verið haldin. Í júní var boðað til mótmæla vegna morða á þremur konum og stúlkum. Leikskólakennari var skorin á háls af fyrrverandi eiginmanni sínum, en hún var myrt fyrir framan hóp leikskólabarna. Þá var 14 ára stúlka barin til dauða af kærasta sínum, eftir að hún varð ólétt. Þar að auki var ung kona stungin til bana af fyrrverandi kærasta sínum á kaffihúsi um miðjan dag. Að meðaltali deyr kona af völdum heimilisofbeldis á 36 tíma fresti í Argentínu. 50 samtök í Argentínu hafa nú kallað eftir því að konur mótmæli á götum úti í Argentínu í dag. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Grimmilegt morð á 16 ára gamalli stúlku í Argentínu hefur leitt til mótmæla. Undanfarna mánuði hafa konur í landinu margsinnis mótmælt grimmilegri meðferð sem þær hljóta. Lucia Perez lést þann 8. október eftir að tveir menn komu með hana á sjúkrahús. Þeir sögðu hana hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Læknar sjúkrahússins uppgötuvðu þó fljótt umtalsverða áverka á stúlkunni og var þeim ljóst að hún hafði ekki tekið of stóran skammt. Rannsókn var sett í gang.Saksóknarar segja nú að mennirnir tveir hafi neitt Perez til að innbyrða mikið magn af kókaíni, nauðgað henni ítrekað og stungið aðskotahlut í endaþarm hennar, en sársaukinn var svo mikill að hún fór í hjartastopp og lést. Saksóknarinn Maria Isabel Sanchez sagði málið vera það ógeðfeldasta sem hún hefði komist í tæri við á löngum ferli.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur verið mikið um grimmilega ofbeldisglæpi gegn konum í Argentínu og hafa fjölmörg mótmæli þeirra vegna verið haldin. Í júní var boðað til mótmæla vegna morða á þremur konum og stúlkum. Leikskólakennari var skorin á háls af fyrrverandi eiginmanni sínum, en hún var myrt fyrir framan hóp leikskólabarna. Þá var 14 ára stúlka barin til dauða af kærasta sínum, eftir að hún varð ólétt. Þar að auki var ung kona stungin til bana af fyrrverandi kærasta sínum á kaffihúsi um miðjan dag. Að meðaltali deyr kona af völdum heimilisofbeldis á 36 tíma fresti í Argentínu. 50 samtök í Argentínu hafa nú kallað eftir því að konur mótmæli á götum úti í Argentínu í dag.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira