Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. október 2016 21:31 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Nordicphotos/AFP Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59
Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45
Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent