Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2016 15:45 Við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. vísir/gva Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. Hún sagðist hafa verið reið, pirruð og vímuð við fyrri framburð og segir mennina ekki hafa gert sér neitt illt. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gagnvart konunni og sambýlismanni hennar í júlí 2014. Þeir eru sagðir hafa veist að parinu með því að hafa slegið það ítrekað í andlitið með krepptum hnefa. Þá eru þeir sagðir hafa tekið utan um háls konunnar og hert að áður en þeir hafi þvingað parið upp í bíl til sín. Konunni hafi hins vegar tekist að sleppa út um glugga bílsins.Sjá einnig:Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Maðurinn hlaut, að því er fram kemur í ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggnum. Tveir sakborninga hafa hlotið þunga dóma, þeir Alvar Óskarsson, og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Allir þrír neita sök í málinu en þeir eru allir á fertugsaldri.Orðin edrú og man betur núna Konan, sem er á fimmtugsaldri, dró framburð sinn að öllu leyti til baka þegar hún bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég hef sjálfsagt verið pirruð og reið því þeir skildu mig eftir. En ég hef líka breyst, er orðin edrú og man betur núna,“ sagði konan, spurð út í breyttan framburð. Fram kom í vitnaleiðslum yfir ákærðu að engin tengsl voru á milli þeirra þriggja og parsins. Parið var í för með félaga eins sakborningsins, Alvars Óskarssonar, sem hafði reynt að fá Alvar til þess að lána sér pening. Alvar sagði parið hafa í kjölfarið sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Alvar hafi mælt sér mót við félagann við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík, en að félaginn hafi orðið skelkaður og keyrt á brott – og skilið parið eftir. Hinir ákærðu hafi síðan boðist til að aka parinu. Konan segist hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum, en maðurinn sem ók, einn ákærðu, reiddist vegna þessa enda var um vinnubíl hans að ræða, en hann starfar sem leigubílstjóri. „Ég var í rugli á þessum tíma og get orðið svolítið óstýrilát. Ég kveikti mér í sígarettu, bílstjórinn reiddist og við það verða einhver orðaskipti og hann stoppar bara bílinn og ég rýk út. Svo vissi ég ekkert meir fyrr en ég var ein í myrkrinu,“ sagði hún.Blóðið líklega gamalt Konan leitaði á lögreglustöðina þetta kvöld þar sem hún sagði frá átökum inni í bílnum og að mennirnir hefðu kýlt sig þannig að losnað hefði um tennur hennar, og að hún hefði orðið svo hrædd að hún hefði misst þvag. Þá hafi mennirnir jafnframt ráðist á sambýlismann hennar. Hún sagðist í dag ekki muna hvernig áverkarnir hefðu verið tilkomnir. Líklega hefði hún dottið á leiðinni á lögreglustöðina en hún hafi verið búin neyta mikils magns fíkniefna þetta kvöld og að ekki sé ólíklegt að henni hafi skrikað fótur. Þá hafi hún ekki viljað viðurkenna að hafa pissað á sig. Við rannsókn á fatnaði hennar fannst blóð af sambýlismanni hennar, og var hún beðin um að skýra hvers vegna svo hafi verið. „Þegar hann [sambýlismaðurinn] er í rugli er mikið vesen á honum. Það er alls konar drasl sem hann er að færa til eða frá og hann er að hrufla sig hingað og þangað. Þegar maður er í rugli fer maður ekki í bað daglega þannig að líklega er þetta gamalt blóð.“ Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. Hún sagðist hafa verið reið, pirruð og vímuð við fyrri framburð og segir mennina ekki hafa gert sér neitt illt. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gagnvart konunni og sambýlismanni hennar í júlí 2014. Þeir eru sagðir hafa veist að parinu með því að hafa slegið það ítrekað í andlitið með krepptum hnefa. Þá eru þeir sagðir hafa tekið utan um háls konunnar og hert að áður en þeir hafi þvingað parið upp í bíl til sín. Konunni hafi hins vegar tekist að sleppa út um glugga bílsins.Sjá einnig:Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Maðurinn hlaut, að því er fram kemur í ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggnum. Tveir sakborninga hafa hlotið þunga dóma, þeir Alvar Óskarsson, og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Allir þrír neita sök í málinu en þeir eru allir á fertugsaldri.Orðin edrú og man betur núna Konan, sem er á fimmtugsaldri, dró framburð sinn að öllu leyti til baka þegar hún bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég hef sjálfsagt verið pirruð og reið því þeir skildu mig eftir. En ég hef líka breyst, er orðin edrú og man betur núna,“ sagði konan, spurð út í breyttan framburð. Fram kom í vitnaleiðslum yfir ákærðu að engin tengsl voru á milli þeirra þriggja og parsins. Parið var í för með félaga eins sakborningsins, Alvars Óskarssonar, sem hafði reynt að fá Alvar til þess að lána sér pening. Alvar sagði parið hafa í kjölfarið sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Alvar hafi mælt sér mót við félagann við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík, en að félaginn hafi orðið skelkaður og keyrt á brott – og skilið parið eftir. Hinir ákærðu hafi síðan boðist til að aka parinu. Konan segist hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum, en maðurinn sem ók, einn ákærðu, reiddist vegna þessa enda var um vinnubíl hans að ræða, en hann starfar sem leigubílstjóri. „Ég var í rugli á þessum tíma og get orðið svolítið óstýrilát. Ég kveikti mér í sígarettu, bílstjórinn reiddist og við það verða einhver orðaskipti og hann stoppar bara bílinn og ég rýk út. Svo vissi ég ekkert meir fyrr en ég var ein í myrkrinu,“ sagði hún.Blóðið líklega gamalt Konan leitaði á lögreglustöðina þetta kvöld þar sem hún sagði frá átökum inni í bílnum og að mennirnir hefðu kýlt sig þannig að losnað hefði um tennur hennar, og að hún hefði orðið svo hrædd að hún hefði misst þvag. Þá hafi mennirnir jafnframt ráðist á sambýlismann hennar. Hún sagðist í dag ekki muna hvernig áverkarnir hefðu verið tilkomnir. Líklega hefði hún dottið á leiðinni á lögreglustöðina en hún hafi verið búin neyta mikils magns fíkniefna þetta kvöld og að ekki sé ólíklegt að henni hafi skrikað fótur. Þá hafi hún ekki viljað viðurkenna að hafa pissað á sig. Við rannsókn á fatnaði hennar fannst blóð af sambýlismanni hennar, og var hún beðin um að skýra hvers vegna svo hafi verið. „Þegar hann [sambýlismaðurinn] er í rugli er mikið vesen á honum. Það er alls konar drasl sem hann er að færa til eða frá og hann er að hrufla sig hingað og þangað. Þegar maður er í rugli fer maður ekki í bað daglega þannig að líklega er þetta gamalt blóð.“
Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00