Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 09:00 Mennirnir þrír ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. vísir/gva Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á par, karl og konu á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan verslunarmiðstöðina og svipt þau frelsi sínu. „Í samtali við Neyðarlínuna óskarðu eftir aðstoð lögreglu að Grímsbæ. Þú hringir í þrígang og þá segist lögregla vera farin af staðnum og að enginn hafi verið þar. Þá segir þú: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim,“ sagði saksóknari þegar maðurinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir kvöldinu, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Þá gat hann ekkert sagt til um atburði kvöldsins, né skýrt símtöl sín við Neyðarlínuna. Saksóknari gerði tilraun til þess að rifja upp kvöldið fyrir manninum með því að lesa upp úr lögregluskýrslum en án árangurs. Sjá einnig: Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Mennirnir þrír sem grunaðir eru um árásina neita allir sök. Tveir þeirra hafa hlotið þunga dóma; Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa veist að parinu með því að kýla það í andlit og líkama, hert að hálsi konunnar og þvingað parið upp í bíl. Konunni hafi hins vegar tekist að flýja út um glugga bílsins á meðan manninum var ekið í Garðabæ þar sem mennirnir eiga að hafa svipt hann frelsi sínu og ráðist á hann. Konan í málinu sagði í vitnaleiðslum að ekkert að ofangreindu hefði átt sér stað. Sjálf hafi hún verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og að hún hafi verið reið, pirruð og vímuð þegar hún hafi borið mennina þessum sökum. Gagnrýndu ríkissaksóknara Mennirnir þrír sögðu málið hafa haft slæmar og erfiðar afleiðingar í för með sér. Jónas og Alvar voru báðir á reynslulausn en þeim var gert að afplána eftirstöðvar dómsins eftir handtökuna í júlí, eða alls 20 mánuði. „Þetta setti allt úr skorðum og örugglega hjá öllum sem komu að þessu máli. Ég er með börn og var með barn á leiðinni. Maður hefur tapað miklu. Maður var bara tekinn úr umferð,“ sagði Alvar Óskarsson, aðspurður hvaða áhrif málið hefði haft á líf hans. „Í dag er ég að reyna að bæta upp það sem hefur tapast, koma mér aftur á flot. Ég er að vinna með félögum mínum í dag að því að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann jafnframt. Jónas Árni tók í svipaðan streng en báðir gagnrýndu þeir hve lengi mál þeirra hefur verið í vinnslu hjá ríkissaksóknara. „Ég átti lítið eftir af reynslulausninni. Var kominn með góða vinnu sem fór út um þúfur þegar ég þurfti að sitja í 20 mánuði bæði á Litla-Hrauni og Sogni. Þetta hafði mjög slæm áhrif. Ég reyndi ítrekað að fá málinu flýtt, með engum árangri. Ég þurfti að klára dóminn minn, þennan gamla dóm sem ég var með á bakinu, mér var synjað um dagleyfi og opið úrræði alveg þar til í blálokin vegna þess að þetta mál var í kerfinu.“ Þriðji maðurinn sagðist hafa farið í meðferð árið 2014 og að hann bindi vonir við að komast fljótt á bataveg. Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa ráðist á par, karl og konu á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan verslunarmiðstöðina og svipt þau frelsi sínu. „Í samtali við Neyðarlínuna óskarðu eftir aðstoð lögreglu að Grímsbæ. Þú hringir í þrígang og þá segist lögregla vera farin af staðnum og að enginn hafi verið þar. Þá segir þú: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim,“ sagði saksóknari þegar maðurinn bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir kvöldinu, enda hafi hann verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Þá gat hann ekkert sagt til um atburði kvöldsins, né skýrt símtöl sín við Neyðarlínuna. Saksóknari gerði tilraun til þess að rifja upp kvöldið fyrir manninum með því að lesa upp úr lögregluskýrslum en án árangurs. Sjá einnig: Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Mennirnir þrír sem grunaðir eru um árásina neita allir sök. Tveir þeirra hafa hlotið þunga dóma; Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa veist að parinu með því að kýla það í andlit og líkama, hert að hálsi konunnar og þvingað parið upp í bíl. Konunni hafi hins vegar tekist að flýja út um glugga bílsins á meðan manninum var ekið í Garðabæ þar sem mennirnir eiga að hafa svipt hann frelsi sínu og ráðist á hann. Konan í málinu sagði í vitnaleiðslum að ekkert að ofangreindu hefði átt sér stað. Sjálf hafi hún verið í mikilli fíkniefnaneyslu á þessum tíma og að hún hafi verið reið, pirruð og vímuð þegar hún hafi borið mennina þessum sökum. Gagnrýndu ríkissaksóknara Mennirnir þrír sögðu málið hafa haft slæmar og erfiðar afleiðingar í för með sér. Jónas og Alvar voru báðir á reynslulausn en þeim var gert að afplána eftirstöðvar dómsins eftir handtökuna í júlí, eða alls 20 mánuði. „Þetta setti allt úr skorðum og örugglega hjá öllum sem komu að þessu máli. Ég er með börn og var með barn á leiðinni. Maður hefur tapað miklu. Maður var bara tekinn úr umferð,“ sagði Alvar Óskarsson, aðspurður hvaða áhrif málið hefði haft á líf hans. „Í dag er ég að reyna að bæta upp það sem hefur tapast, koma mér aftur á flot. Ég er að vinna með félögum mínum í dag að því að byggja upp fyrirtæki,“ sagði hann jafnframt. Jónas Árni tók í svipaðan streng en báðir gagnrýndu þeir hve lengi mál þeirra hefur verið í vinnslu hjá ríkissaksóknara. „Ég átti lítið eftir af reynslulausninni. Var kominn með góða vinnu sem fór út um þúfur þegar ég þurfti að sitja í 20 mánuði bæði á Litla-Hrauni og Sogni. Þetta hafði mjög slæm áhrif. Ég reyndi ítrekað að fá málinu flýtt, með engum árangri. Ég þurfti að klára dóminn minn, þennan gamla dóm sem ég var með á bakinu, mér var synjað um dagleyfi og opið úrræði alveg þar til í blálokin vegna þess að þetta mál var í kerfinu.“ Þriðji maðurinn sagðist hafa farið í meðferð árið 2014 og að hann bindi vonir við að komast fljótt á bataveg.
Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00