Fótbolti

Nokkrir tæpir fyrir leikinn gegn Finnlandi en Aron Einar er bjartsýnn á að spila á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson segist klár í slaginn.
Aron Einar Gunnarsson segist klár í slaginn. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er bjartsýnn á að geta spilað með strákunum okkar á morgun þegar þeir mæta Finnlandi í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvelli.

Aron hefur verið meiddur í kálfa undanfarnar vikur sem hafa haldið honum frá því að spila með félagsliði sínu Cardiff í ensku B-deildinni.

„Æfingin gekk vel í gær og ég get vonandi verið með á allri æfingunni í dag. Ég fann ekki fyrir neinu í kálfanum í gær svo ég er jákvæður fyrir því að geta spilað á morgun,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag.

Íslenska landsliðið er í smá meiðslavandræðum en Heimir Hallgrímsson sagði í viðtali við Vísi fyrir fundinn að nokkrir væru tæpir.

„Ég skal vera heiðarlegur með það að nokkrir eru tæpir en við viljum helst ekkert nafngreina þá. Þetta lítur sem mun betur út í dag en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Heimir Hallgrímsson.


Tengdar fréttir

Þetta er besti völlurinn

Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×