Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag en Ísland spilar á morgun við Finnland í undankeppni HM 2018. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en hann hefst klukkan 18.45.

„Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Sex stig væru óskandi,“ sagði Aron Einar á blaðmannafundi í dag.

Heimir sagði að það sé ekki hægt að tala um skyldusigur, hvorki gegn finnska liðinu né nokkru öðru.

„Við virðum andstæðinga okkar mikið en auðvitað viljum við vinna alla leiki. Við höfum oft sagt það,“ sagði Heimir.

Landsliðsþjálfarinn var einnig spurður um finnska liðið og þjálfarann Hans Backe, sem er sænskur.

„Hann hefur byrjað á því að skipuleggja varnarleikinn. Finnar völdu að spila vináttulandsleiki gegn sterkum liðum og þú gerir það ekki nema til að styrkja vanrarleikinn. Þeir hafa marga aðra kosti sem ber að varast.“

Það hefur verið vindasamt á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og var slegið á létta strengi vegna þess.

„Okkur finnst þetta ekki mikill vindur. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Heimir sem reiknaði þó með að það yrði rólegra veður á morgun.

Fundinn allan má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×