Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 14:03 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/anton brink/gva Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skorar á samflokksmann sinn, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að bregðast við máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi á næstu vikum. Dómstóll í Noregi komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins, Elva Christina, þurfi að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum son sinn eftir að hafa verið svipt forræði yfir honum, líkt og Vísir hefur greint frá. „Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ sagði Ragnheiður á þingi í dag. Elva Christina átti við áfengisvanda að stríða, sem hún segist nú hafa tekist á við, og var í kjölfarið svipt forræði yfir drengnum. Hún var þá búsett í Noregi en faðir drengsins býr í Danmörku og að sögn Christinu hefur hann engin afskipti af barninu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með barnið frá Noregi til Íslands eftir að dóttir hennar missti forræðið. Henni var hins vegar gert, samkvæmt dómi, að koma barninu til barnaverndaryfirvalda til Noregs. Dómurinn þýðir að Elva Christina fær ekki að hitta son sinn í 14 ár nema tvisvar á ári og þá undir eftirliti. „Við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti. Fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli fimm ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi,“ sagði Ragnheiður. Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skorar á samflokksmann sinn, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að bregðast við máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi á næstu vikum. Dómstóll í Noregi komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins, Elva Christina, þurfi að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum son sinn eftir að hafa verið svipt forræði yfir honum, líkt og Vísir hefur greint frá. „Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ sagði Ragnheiður á þingi í dag. Elva Christina átti við áfengisvanda að stríða, sem hún segist nú hafa tekist á við, og var í kjölfarið svipt forræði yfir drengnum. Hún var þá búsett í Noregi en faðir drengsins býr í Danmörku og að sögn Christinu hefur hann engin afskipti af barninu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með barnið frá Noregi til Íslands eftir að dóttir hennar missti forræðið. Henni var hins vegar gert, samkvæmt dómi, að koma barninu til barnaverndaryfirvalda til Noregs. Dómurinn þýðir að Elva Christina fær ekki að hitta son sinn í 14 ár nema tvisvar á ári og þá undir eftirliti. „Við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti. Fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli fimm ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi,“ sagði Ragnheiður.
Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24