Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. október 2016 07:00 Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í viðskiptafræði. Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira