Berbinn sendur aftur til Noregs Þorgeir Helgason skrifar 8. október 2016 07:00 Hælisleitandinn í Hjallakirkju. vísir/vilhelm „Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00