Gylfi: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 21:06 Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik. vísir/ernir Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti